Hjón ein vel við aldur ákváðu að tala við lækni
sinn hvort þau ættu ekki að eignast eitt barn í viðbót.
Læknirinn sagði að bezt væri nú að athuga fyrst hvort
karl væri ennþá í lagi og sendi hann inn í herbergi með
krukku svo hann gæti nú rannsakað sýni. Karl fer inn
og brátt heyra þau miklar stunur innan úr herberginu og
loks kemur karl út og biður eiginkonuna að koma og
hjálpa sér og þegar hún er komin inn magnast stunurnar.
Loks koma þau bæði fram kafrjóð í framan og karl seigir:
“ Við erum búin bæði að reyna með báðum höndum en
ekkert gengur. Við náum bara alls ekki lokinu af
krukkunni”.