um dagin rakst ég á þennan…þetta mun vera satt

Kona ein átti pantaðan tíma í skoðun hjá kvensjúkdómalækninum sínum. Hún hafði ætlað sér að skella sér í sturtu einhvertímann yfir daginn þar sem hún átti tímann síðdegis en einhvernveginn var svo mikið að gera og allt í pati hjá henni að hún hafði ekki tíma til þess. Í staðinn skaust hún bara heim til sín, greip ilmsprey og spreyjaði aðeins ofan í nærbuxurnar svo amk ekki væri mikil lykt þegar læknirinn færi að skoða hana.
Þegar hún er svo komin á stofuna, búin að snara sér úr fötunum og í sloppinn og komin upp á skoðunarbekkinn með lappirnar upp í loft, segir læknirinn; “Jamm, mín bara fín í dag!”
Konan verður eitthvað skrítin á svipinn og skilur ekki alveg hvað læknirinn er að meina og hættir fljótlega að pæla í því þartil að hún kemur heim og áttar sig á því að í óðagotinu hefur hún gripið glimmerbrúsann þegar hún ætlaði að grípa ilmspreyið.


Maður nokkur fór í frí til Jamaíka. Eiginkona hans var á ferðalagi í viðskiptaerindum og ætlaði að hitta hann daginn eftir. Þegar hann kom á hótelið ákvað hann að senda konu sinni stuttan tölvupóst. Hann hafði týnt miðanum sem hann hafði skrifað netfangið hennar á og reyndi því að skrifa það eftir minni. Hann gleymdi einum staf og tölvupósturinn hafnaði hjá fullorðinni prestsfrú, en presturinn hafði látist daginn áður. Þegar hin syrgjandi ekkja kannaði tölvupóstinn og las skeytið æpti hún upp yfir sig og féll örend í gólfið. Við þetta hlupu börnin til hennar og sáu skeytið á tölvuskjánum: „Elsku konan mín. Ég var að tékka mig inn. Allt er tilbúið fyrir komu þína á morgun. Þinn ástkær eiginmaður. PS. Mikið rosalega er heitt hérna."