Gísli og Eiríkur höfðu keypt hvor sinn hestinn og nú vissu þeir ekki hvernig þeir áttu að þekkja þá sundur. -Við klippum bara faxið af þínum hesti, sagði Gísli við Eirík. Það vildi Eíríkur alls ekki. Eiríkur stakk upp á að þeir klipptu makkann af hesti Gísla. -Nei, aldrei í lífinu, sagði Gísli. Eftir að hafa hugsað sig um dálitla stund komu þeir sér saman um að láta brennimerkja annan hestinn. Þeir kölluðu á bónda sem þeir þekktu. Bóndinn spurði: Hvorn á ég að brennimerkja, þann svarta eða þann hvíta?
-Pabbi , í stað þess að taka strætó heim þá hljóp ég á eftir honum.
Þannig sparaði ég 120 krónur. -Vitleysingurinn þinn. Þú hefðir átt að hlaupa á eftir leigubíl. Þá efðir þú sparað 500!
Hvað er mannæta? -Maður sem fer á veitingahús og pantar þjóninn.
Hvað er mannæta? -Maður sem elskar annað fólk - með sósu!