Mexíkani, Ítali og Hafnfirðingur voru að vinna saman í byggingavinnu og voru að byggja 20.hæð á nýju hóteli. Þegar það kom að
hádegismatnum setjast þeir saman og fara að borða.
Mexíkaninn opnar fyrstur nestisboxið sitt og þar er burritos. Hann
segir þá: “Ef ég fæ einu sinni enn burritos í nesti stekk ég fram af!”
Ítalinn opnar næstur nestisboxið sitt og þar er spaghetti. Hann segir þá: “Ef ég fæ einu sinni enn spahgett í nesti stekk ég fram af!”
Hafnfirðingurinn opnar svo nestisboxið sitt og þar er langloka. Hann segir þá: “Ef ég fæ einu sinni enn langloku í nesti stekk ég fram af!”
Næsta dag setjast þeir aftur saman í hádeginu.
Mexíkaninn opnar nestisboxið sitt og sér burritos og stekkur fram af.
Ítalinn opnar næstur og sér spaghetti og stekkur fram af.
Svo opnar Hafnfirðingurinn nestisboxið sitt,sér langloku og stekkur
fram af.
Í jarðarförinni er ekkjur þeirra allra grátandi.
Ekkja Mexíkanans segir:“Ef ég hefði nú bara vitað að hann vildi ekki burritos. Ég hefði getað sett tacos eða enchildas.”
Þá segir ekkja Ítalans: “Ef ég hefði nú vitað að hann væri kominn með ógeð á spaghetti. Þá hefði ég gefið honum lasagne eða pasta.”
Ekkja Hafnfirðingsins segir ekki neitt og allir í jarðarförinni stara á hana. Hún segir þá: “Hey, ekki vera að horfa á mig! Maðurinn minn útbjó alltaf nestið
sitt sjálfur!”