Nýi gaurinn í bænum kemur inn á bar, og það fyrsta sem hann sér er stórt skilti sem hangir fyrir ofan barinn: ÓKEYPIS BJÓR ÆVILANGT FYRIR ÞANN SEM AÐ STENST PRÓFIÐ!
Gaurinn spyr barþjóninn hvernig þetta próf sé eiginlega. Barþjónninn svarar, “jæja í fyrstalagi verður þú að þamba eina flösku af tequila, alla í einu og þú mátt ekki gretta þig á meðan, í öðrulagi, það er ljón hérna í bakherberginu sem er með tannpínu… þú verður að ná aumu tönnini úr því með berum höndum, í þriðja lagi er kona upp sem hefur aldrei fengið það og þú verður að bæta úr því.”
Gaurinn, “heyrðu, gleymdu þessu bara, maður hlyti að vera geðveikur til að reyna að drekka heila flösku af tequila í einu, svo verða skilirðin bara geðveikislegri eftir það.”

Nú líður á kvöldið og félaginn er búinn að fá sér nokkuð marga, allt í einu spyr hann, “Kvar er’etta tekíla?” Barþjónninn réttir honum flöskuna, hann rífur hana til sín og steypir henni í sig, því næst stendur hann upp og þurkar framan úr sér tárin og skjögrast inn í bakherbergið, fólkið á barnum heyrir nú svaka urr og læti úr herberginu. Allt í einu kemur félagi skjögrandi út úr herberginu, fötin tætt á honum og hann allur rispaður og blóðugur, og segir “JÆJA kvar er essi kelling með tannpínuna?”
__________________________