var að skoða greinar hérna á huga/brandarar og hafði gaman af , mikið af fólki sem commentar á þetta , oftast nær er þetta “snilld” eða “haha ” eða álíka stutt comment sem lýsa því yfir að viðkomandi fannst þetta fyndið, persónulega sé ég ekki tilganginn en oki sýna viðkomandi að hann sé að senda eitthvað sem aðrir hafa gaman af og endilega halda því áfram, möguleg ástæða jú.

en hitt finnst mér enn furðulegra, bæði þeir sem “saka” fólk um að hafa gert copy paste eins og t.d. izelord eða hvað hann heitir nú, og svo hinn hópurinn sem vill láta ljós sitt skýna og segja að þeim fannst þetta nú ekki fyndið.
guð minn góður, í fyrsta lagi , ætlast izelord að allir hér sendi einungis inn frumsamda brandara =) voðalegur kjáni er viðkomandi.
og í öðru lagi , hve ömurlega hlýtur þeim að líða sem vilja láta í ljós óánægu með þessa gamansemi að þeir þurfa að auglýsa það og gagnrýna þá sem senda þetta inn, þetta eru ekki alvarlegar samræður í gangi hérna sko, þetta er grínhornið á huga , og ef þér dettur í hug einhvern brandari eða gamansaga þá er þér velkomið að deila henni með öðrum en að koma hingað, lesa yfir og gagnrýna það sem aðrir senda inn (ekki að ég sé í raun að gera það sama ;) ) finnst mér aldeilis ömurlegt.

líka stunda það sumir greinilega að minna fólk á að einhvern brandari hafi verið sendur inn áður .. hvað með það segi ég , ég t.d. tel mig eðlilegan notanda huga.is/brandarar og ég les svona nokkrar greinar sem ég tel mig ekki hafa lesið áður , og hlæ með sjálfum mér þegar við á :D en ég hef heyrt allan fjandann af bröndurum yfir æfina og þótt einhver hafi sent inn grein með einn slíkan 5 júní í fyrra en ég las útgáfu af honum sem sent var inn 6 janúar í ár. þá er mér bara slétt sama og hlæ ef mér finnst hann fyndinn.

slappiði af og reyniði að hætta að benda á aðra og gagnrýna/benda á galla í fari annara. enda er það merki um brotna sjálfsmynd.

góðar stundir
gaur22