Davíð Oddsson er í Washington hjá George Bush. Eftir að þeir hafa lokið
við að borða kvöldmat segir Bush: “Well David, I dont't know what you think
of the members of your Cabinet, but mine are all bright and brilliant.”
“How
do you know?” Spyr Davið. “Oh well, it's simple”, segir Bush. “They all
have to take special tests before they can be a minister. Wait a
second”.
Hann veifar til Colin Powell og segir við hann: “Tell me Colin, who is
the
child of your father and of your mother who is not your brother and is
not
your sister?” “Ah, that's simple Mr. President”, segir Colin, “it is
me!”
“Well done, Colin,” segir Bush og Davið er alveg heillaður!
Eftir að viðræðum þeirra er lokið sest Davíð upp í flugvél og heldur
aftur
heim til Íslands. Á leiðinni heim leiðir Davíð hugann að því hver sé í
raun greindarvísitölustaða hinna ráðherranna í ríkistjórn hans.
Þegar hann mætir aftur á skrifstofuna hringir hann í Guðna Ágústsson og
biður hann að kíkja við hjá sér. Guðni kemur til hans að vörmu spori og
Davíð segir þá við hann um leið: “Guðni, segðu mér nú, hvert er barn
þíns
föður og móður sem hvorki er þinn bróðir né systir?” Guðni hugsar sig um
vel og lengi án þess að geta svarað. “Ja hérna, þessi var flókin! Má ég
ekki fá að hugsa mig um dálitla stund?” Davíð vill ekki leggja óþarfa
pressu á Guðna svo hann segir: “Jú allt í lagi, þú færð 24 stunda
umhugsunarfrest.”
Guðni snýr aftur til skrifstofu sinnar og hugsar nú svo
stíft að það brakar í heilaberkinum. Eftir að hafa setið og hugsað um
hríð
ákveður hann að kalla saman starfsfólk sitt í landbúnaðarráðaneytinu og
leggja spurninguna fyrir þau. Allt kemur fyrir ekki. Enginn hefur svarið
við þessari gestaþraut Davíðs. Eftir 20 stundir hefur Guðni enn enga
lausn fundið. Hann verður nú afar áhyggjufullur því hann skilur þó það að
svarið við þessari spurningu getur þýtt af eða á fyrir hann sem ráðherra í
ríkistjórn Davíðs og nú eru bara 4 tímar eftir af frestinum. Þá dettur
honum ráð í hug!: “Ég spyr bara Geir H. Haarde! Hann er bæði
talnaglöggur og útsjónarsamur, ef einhver veit það, þá er það hann!”
Guðni drífur sig yfir til Geirs og segir: “Geir, þú verður að hjálpa
mér, Davíð fól mér að leysa þraut þar sem ég held að það ráðist hvort ég held
ráðherrastöðu minni eftir því hvort mér tekst að svara rétt eður ei.”
“Hver
er þrautin?” spyr Geir. “Hlustaðu nú”, segir Guðni. “Hvert er barn þíns
föður og móður sem hvorki er þinn bróðir né systir?” “Þetta er einfalt”,
segir Geir. “Þetta er ég!” “Að sjálfsöðgu!”, segir Guðni og hleypur yfir
til að segja Davíð svarið.
“Davíð, Davíð, nú hef ég svarið! Þetta er Geir H. Haarde!” Davíð lítur
upp á Guðna raunamæddum augum og segir: “Mér þykir það leitt Guðni minn en
það er ekki rétt. Rétt svar er Colin Powell”.