Í 200 ára gamalli skandinavískri gamansögu segir frá bónda sem var á ferð með dóttur sinni í hestvagni. Þau verða fyrir því óláni að ribbaldar ráðast á þau og skilja þau eftir allslaus liggjandi á veginum. Gjafvaxta dóttirin hafði þó náð að stinga nokkrum krónum undan með því að fela þær í leggöngum sínum. Þegar hún lét föður sinn fá peningana með útskýringunum á undanskotunum þá sagði karlinn: “Fjandinn sjálfur. Ef hún mamma þín hefði verið með hefðum komið hestinum og vagninum undan líka”.