Þrír karlar sátu saman yfir glasi. Þeir fóru að ræða um eiginkonur sínar.

Fyrst segir sá dökkhærði - konan mín er svo undarleg, það var nautakjötsútsala í Hagkaup um daginn og hún keypti 50 kg af kjöti og við sem eigum ekki einu sinni frystikistu. Nú liggur allt þetta kjöt í þvottahúsinu og við komumst örugglega ekki yfir að éta það áður en það skemmist.

Þá segir sá rauðhærði - konan mín er svo klikkuð, það var útsala á notuðum bílum um daginn og hún keypti sér Toyotu og hún er ekki einu sinni með bílpróf. Nú stendur bíllinn bara framan við húsið okkar óhreyfður.

Þá var ljóshærði karlinn farinn að veltast um af hlátri og segir við félaga sína - ykkur finnst konurnar ykkar ekki gáfulegar, þið ættuð þá að vita hvernig mín er. Hún er úti á Grikklandi með saumaklúbbnum sínum, ha, ha, ha, og hvað haldið þið að hún hafi tekið með sér, ha, ha, ha. Hún tók með sér 50 pk af smokkum og hún sem er ekki einu sinni með typpi.



Bimba vaknaði um miðja nótt og áttaði sig á því að eiginmaðurinn var ekki í rúminu. Hún smeygði sér í náttkjólinn og fór niður. Sat þá ekki maðurinn við eldhúsborðið og húkti yfir ísköldum kaffibolla. Hann virtist annars hugar og starði tómeygður á vegginn. Bimba sá hann þurrka tár af kinnunum og súpa á kaffinu. - “Hvað er að ástin mín? Af hverju siturðu hér einn um miðja nótt,” spurði hún. Addi leit upp og sagði:

“Manstu þegar við vorum að hittast á laun fyrir 20 árum, aðeins 16 ára gömul.” - “Já, ég man vel eftir því,” sagði Bimba. - “Manstu þegar pabbi þinn kom að okkur þar sem við vorum að elskast í aftursætinu í bílnum mínum?” - “Já, ég man líka vel eftir því.” -“Manstu þegar pabbi þinn dró upp byssuna, beindi henni að höfðinu á mér og sagði: Annað hvort giftistu dóttur minni eða verður næstu 20 árin í fangelsi.” - “Já, ég man vel eftir þessu elskan mín,” sagði Bimba og settist við hlið eiginmannsins. Hann þurrkaði tár af hvörmunum og sagði: “Veistu… ég hefði losnað út í dag!”



Kona nokkur var að versla í Bónus-verslun í hverfinu. Hún var búin að setja 3 lítra af létt mjólk í körfuna ásamt 1 eggjabakka með 10 eggjum, 1/2 lítra af appelsínusafa, 1 höfuð kínakál, kaffipakka og bréfi af beikoni. Ölvaður maður fyrir aftan hana í röðinni fylgdist með þegar hún raðaði þessum hlutum á færibandið við kassann. Þegar kassadaman tók til að lesa strikamerkin inn sagði drukkni maðurinn hæglátlega:
“Þú ert örugglega einhleyp”! Konunni gramdist þessi ummæli drukkna mannsins en jafnframt fannst henni athugasemdin skondin þar sem það var vissulega rétt, hún var einhleyp. Hún virti fyrir sér þessa sex hluti á bandinu og furðaði sig á hvernig í ósköpunum hann gæti komið með svona fullyrðingu af þessum ósköp venjulegu innkaupum. Forvitnin varð henni um megn svo hún sagði: “ Þetta er vissulega hárrétt hjá þér.
Hvernig í ósköpunum geturðu séð það??” . . .
og drukkni maðurinn svaraði: . . . . . . . . . … “af því að þú ert ljót”!!!



Í síðustu viku fórum við með nokkrum vinum út að borða á vinsælum veitingastað. Ég tók eftir því að þjónninn sem tók pöntunina okkar var með skeið í skyrtuvasanum. Þetta var nú frekar óvenjulegt en ég leiddi það hjá mér. Þegar “glasabarnið” kom með vatnið til okkar, tók ég eftir því að hann var einnig með skeið í skyrtuvasanum og þegar ég leit í kringum mig tók ég eftir því að allt starfsfólkið var með skeiðar í vösunum sínum. Þegar þjónninn kom aftur með súpuna til okkar spurði ég hann: “Hvað er með skeiðina?”

“Sko…”, útskýrði hann, “eigendur veitingastaðarins réðu ráðgjafafyrirtækið Greiningavinnsluna, sem eru sérfræðingar í skilvirkni og afköstum, til að endurskipuleggja alla verkferlana okkar. Eftir margra mánaða greiningu og tölfræðilegar rannsóknir komust þeir að þeirri niðurstöðu að skeiðin væri það áhald sem oftast dettur í gólfið. Gera má ráð fyrir að tíðnin sé 3 skeiðar á hvert borð á klukkustund. Ef starfsfólkið okkar er tilbúið til að mæta þessu vandamáli, þá getum við fækkað óþarfa ferðum í eldhúsið og sparað sem svarar 15 mannstundum á hverri vakt.”

Eins og örlögin kusu þá missti ég skeiðina í gólfið og hann gat skipt henni út fyrir þá sem hann hafði í vasanum. “Ég næ í aðra skeið næst þegar ég fer inn í eldhús í stað þess að gera mér auka ferð þangað núna.”

Ég var nú frekar “impressed” af þessu öllu saman. Ég tók eftir því að það var lítill spotti hangandi út úr buxnaklaufinni hjá þjóninum. Þegar ég leit betur í kringum mig tók ég eftir að allir þjónarnir höfðu svona bönd hangandi út úr buxnaklaufunum. Þetta vakti forvitni mína á ný og áður en hann komst í burtu spurði ég þjóninn:

“Afsakið, en geturðu sagt mér af hverju þið hafið þessa spotta

hangandi þarna…”. “Já, það…”, sagði hann vandræðalega og lækkaði röddina “það eru ekki allir eins athugulir og þú. Þeir hjá ráðgjafafyrirtækinu sem ég nefndi áðan, fundu einnig út að við gætum sparað tíma sem eytt er á klósettinu.”

“Hvernig þá?”

“Sko”, hélt hann áfram, “með því að binda þennan spotta á þú veist …, getum við togað hann út án þess að snerta hann og með því móti eytt þörfinni fyrir að þvo okkur um hendurnar og þar með stytt tímann á klósettinu um 76.39%.”

“En eftir að þú nærð honum út, hvernig seturðu hann þá inn aftur?”

“Ja…”, hvíslaði hann jafnvel enn lægra, “ég veit ekki um hina, en ég nota nú bara skeiðina.”



Jói og Stína skruppu í viku frí til Texas á sextugsafmælinu.
Dag einn er Jói að rölta í bænum þegar hann sér í verslunarglugga einum,þessi líka glæsilegu kúrekastígvél á niðursettu verði. Jói hafði alltaf þráð að eiga kúrekastígvél og sér þarna tækifærið. Hann kaupir stígvélin, skellir sér strax í þau og spígsporar hróðugur heim á hótel, þar sem Stína situr við að klippa táneglurnar. Stoltur stillir hann sér upp fyrir framan Stínu og segir “Hvernig líst þér á, Stína?” Stína gýtur augunum í átt til hans “Á hvað?”

“Sérðu ekkert sérstakt?” segir Jói spenntur. Stína mænir á hann “Neibb”

Sár og reiður strunsar Jói inn á baðherbergi, rífur sig úr fötunum og rýkur síðan aftur fram til Stínu, allsnakinn fyrir utan nýju stígvélin. “Tekurðu þá eftir einhverju NÚNA?” segir hann og er fastmæltur. Stína lítur upp “Hvað hefur svo sem breyst, Jói minn? Hann lafir niður í dag, hann lafði niður í gær og hann mun lafa niður á morgun, ef ég reynist sannspá”

Og Jói stappar niður fæti í bræði sinni “Veistu AF HVERJU hann lafir niður, ha? Það er vegna þess, Stína að hann er að dást að nýju kúrekastígvélunum mínum!!

Það rennur upp ljós fyrir Stínu en síðan hristir hún höfuðið og segir full samúðar ”Þú hefðir miklu frekar átt að kaupa þér hatt, Jói minn".



Ýmsar leiðbeiningar

Leiðbeiningar aftan á þekktri “meik” tegund:
“Do not use on children under 6 months old.”
(auðvitað byrjar maður ekki að mála börnin sín
fyrr en þau eru orðin 7 mánaða!!!)

Leiðbeiningar á Sears hárblásurum:
“Do not use while sleeping”
(Einmitt þegar mér finnst skemmtilegast að dúlla í hárinu á mér)

Þetta stóð á umbúðum utan af Dial sápu:
“Use like regular soap”
(Og hvernig á aftur að nota svoleiðis?)

Á umbúðum af SWANN frystimat:
“Serving suggestion: Defrost”
(Mundu samt…þetta er bara uppástunga)

Hótel lét baðhettu í boxi fylgja með hverju herbergi, og á boxinu stóð:
“Fits one head.”
(Sérðu ekki fyrir þér…einhverja tvo vitleysinga… með eina baðhettu…)

Á botninum af Tiramisu dessertinum frá Tesco stendur:
“Do not turn upside down.”
(Úps, of seinn)

Þetta stendur á búðing frá Marks & Spencer:
“Product will be hot after heating.”
(Það er nefnilega það)

Á pakkningum af Rowenta straujárni:
“Do not iron clothes on body.”
(En myndi það nú ekki spara mikinn tíma!)

Á hóstameðali fyrir börn frá Boots:
“Do not drive car or operate machinery”
(Þannig að Gunni litli fær ekkert að leika sér á
lyftaranum þegar hann kemur heim)

Á flösku af “Nytol sleep aid” má sjá þetta:
“Warning: may cause drowsiness”
(Maður skyldi nú rétt vona það!)

Hnífasett frá Kóreu var merkt þannig:
“Warning keep OUT OF children”
(okí dókí!!!)

Jólasería frá Kína var merkt á eftirfarandi hátt:
“For indoor or outdoor use only”
(En ekki hvar…???)

Matarvinnsluvél frá Japan var merkt svona:
“Not to be used for the other use.”
(Ok…núna er ég orðinn mjög forvitin)

Hnetupoki frá Sainsburys:
“Warning:contains nuts”
(Jamm… ég fer mjög varlega)

Á poka af hnetum frá Amerísku flugfélagi stóð þetta:
“Instructions: open packet, eat nuts”
(Imbafrítt eða hvað?)

Leiðbeiningar sem voru á miða með blá, hvít og rauðköflóttri skyrtu
segir:
“Munið að þvo liti aðskilda”
(Ehhh…já…áttu nokkuð skæri)

Leiðbeiningar á ónefndri örbylgju popp tegund segir manni að “taka
plastið af áður en sett er í örbylgju”
(Málið er, að til að geta lesið leiðbeingarnar verður þú að vera búinn að taka plastið af og fletta pokanum í sundur…)

Framan á kassa af “Töfradóti” fyrir krakka, er mynd af strák sem er klæddur eins og töframaður. Aftan á kassanum stendur:
“Notice, little boy not included”
(Ohhhhh…….ég sem var farin að hlakka svo til að eignast vin)

Ég keypti svona kisunammi fyrir köttinn minn. Á pokanum stendur “new and improved shapes”
(Aaaa…einmitt það sem kötturinn minn er búinn að vera að nöldra út af)

Lítill miði var festur á “Superman” búning, á honum stóð:
“Warning: This cape will not make you fly”
(Núúúúú…þá kaupi ég hann ekki)

Á keðjusögum stendur oft viðvörunin “Do NOT touch the rotating chain”
(Er það ekki nú nokkuð ljóst..haaaa??)

Eitt sem ég skil ekki “Waterproof” maskarar…á þeim stendur: “Washes off easily with water”
(Hmmm…hver er þá tilgangurinn



Hvað þarf marga í hverju stjörnumerki til að skipta um ljósaperu?

HRÚTUR : Bara einn. Viltu gera mál úr því eða ?

NAUT: Einn, en reyndu að koma nautinu í skilning um að sprungna peran sé ónýt og að það sé best að skipta um hana og að það eigi síðan að henda henni.

TVÍBURI: Tveir, en þeir skipta aldrei um peruna– þeir ræða í sífellu um hver á að skipta um hana, hvernig er best að skipta um hana og af hverju þarf að skipta um peruna !

KRABBI: Bara einn. En það tekur geðlækni þrjú ár að hjálpa krabbanum að komast yfir áfallið og í gegnum sorgarferlið.

LJÓN: Ljón skipta ekki um ljósaperur, en stundum fá umboðsmennirnir þeirra Meyju til þess að gera það fyrir þau á meðan þau eru úti.

MEYJA: Um það bil 1.000.000 með skekkjumörkunum +/- ein milljón.

VOG: Humm, tvær. Eða kannski eina. Nei, annars höfum það tvær. Ef þér er sama ?

SPORÐDREKI: Þessar upplýsingar eru algert leyndarmál og einungis deilt með þeim Upplýstu í Stjörnusal hinnar Eldgömlu Reglu.

BOGMAÐUR: Sólin skín, dagurinn er ungur, allt lífið er framundan og þú ert inni, með áhyggjur af einhverri eldgamalli sprunginni peru ?

STEINGEIT: Ég eyði ekki tíma mínum í þessa barnalegu brandara.

VATNSBERI: Sko, þú þarft að minnast þess að allt í umhverfi okkar er hrein orka svo að…..

FISKAR: Ljósaperu? Hvaða ljósaperu?



Gamall maður bjó einn í Þykkvabænum. Hann langaði til þess að stinga upp kartöflugarðinn sinn, en það var mikil erfiðisvinna. Bubbi sonur hans, var sá eini sem hann hafði getað fengið til að hjálpa sér. En Bubbi var lokaður inni á Hrauninu. Gamli skrifaði honum bréf og sagði honum frá vandræðum sínum:

Elsku Bubbi minn,
Æ, mér líður hálf-illa, því það lítur út fyrir að ég geti ekki sett neinar kartöflur niður í garðinn þetta árið. Ég er bara að verða of gamall til þess að vera að stinga upp beðin. Ef þú værir hérna, ætti ég ekki í neinum vandræðum, því ég veit að þú mundir stinga upp beðin fyrir mig.
Kær kveðja til þín, elsku sonur
Pabbi

Eftir örfáa daga, fékk hann bréf frá syni sínum :

Elsku Pabbi
Í GUÐANNA BÆNUM, ekki stinga upp garðinn ! Ég gróf ránsfenginn og byssurnar þar !
Þinn
Bubbi

Í birtingu morguninn eftir komu hópar lögregluþjóna frá embætti Ríkislögreglustjóra og Selfosslögreglunni og umbyltu öllum beðunum, > en fundu hvorki þýfi né byssur. Þeir báðu gamla manninn afsökunar og hurfu á braut. Sama daginn fékk hann annað bréf frá syninum :

Elsku pabbi
Drífðu nú í því að setja niður kartöflurnar. Við núverandi aðstæður get ég ekki gert betur.
Þinn elskandi sonur
Bubbi



Tveir sveitalubbar, Jói og Siggi, sáu að þeir voru komnir á endastöð í lífinu og ákváðu að fara í skóla til að komast eitthvað áfram. Þeir byrja á því að fara til námsráðgjafa og Jói fer inn fyrstur. Námsráðgjafinn ráðleggur Jóa að taka stærðfræði, sögu og rökfræði. “Hvað er rökfræði?” spyr Jói. Námsráðgjafinn svarar: “Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?” “Hana á ég,” svarar Jói. “Þá geri ég ráð fyrir; og nota rökfræði, að þú eigir garð,” svarar námsráðgjafinn. “Mjög gott,” segir Jói hrifinn. Námsráðgjafinn hélt áfram, “rökfræðin segir mér líka, að fyrst þú átt garð, þá áttu líka hús.” Yfir sig hrifinn hrópar Jói: “FRÁBÆRT!” “Og fyrst þú átt hús, þá má jafnvel giska á að þú eigir konu.” “Hana Mæju! Þetta er ótrúlegt!” “Og að lokum, fyrst þú átt konu, þá er rökrétt að gera ráð fyrir að þú sért gagnkynhneigður,” segir námsráðgjafinn. “Það er alveg hárrétt! Þetta er það magnaðasta sem ég hef nokkurn tíma heyrt! Ég get ekki beðið eftir að byrja í rökfræði.” Að því búnu fer Jói fram þar sem Siggi bíður ennþá. “Hvaða fög tekurðu?” spyr Siggi. “Stærðfræði, sögu og rökfræði,” svarar Jói. “Hvað í veröldinni er rökfræði?” spyr Siggi. “Leyfðu mér að koma með dæmi. Áttu sláttuvél?” spyr Jói. “Nei.” “Þá ertu hommi”
Moderator @ /fjarmal & /romantik.