Tveir menn komust lífs af í björgunarbáti eftir að skip sem þeir voru á hafði sokkið. Þegar þeir voru að gramsa í dótinu sem var í leifunum af skipinu fann annar þeirra gamlan lampa. Vonandi það að andi myndi birtast strauk maðurinn lampann og honum til mikillar undrunar kom andi upp úr lampanum. En andinn sagðist bara getað gefið honum eina ósk, ekki þessar þrjár hefðbundnu óskir. Án þess að hugsa sig um sagði maðurinn: „Breyttu sjónum í bjór.“ Andinn veifaði höndunum yfir sjónum og áður en varði breyttist sjórinn í besta bjór sem mennirnir höfðu smakkað og að því búnu hvarf andinn. Það hefði mátt heyra saumnál detta þegar mennirnir uppgötvuðu aðstæðurnar sem þeir voru í. Hinn maðurinn, sá sem hafði ekki fengið óskina leit hatursaugum á félaga sinn. Eftir augnablik sagði hann síðan: „Frábært! Sjáðu hvað þú hefur gert!!!! Núna þurfum við að pissa í bátinn.


Jón og Kalli höfðu verið vinir í þrjátíu ár og gengið saman í gegnum súrt og sætt. En núna lá Kalli á dánarbeðinu og Jón var við hlið hans. Seinustu mínúturnar kallaði Kalli á Jón til einkaviðtals: „Jón, þú veist að við erum búnir að vera vinir í þrjátíu ár. Ég á mér eina ósk, sem aðeins þú getur uppfyllt. Villtu uppfylla hana fyrir mig?“ „Segðu mér bara hver óskin er,“ sagði Jón „og ég skal uppfylla hana með ánægju, hver sem hún er.“ „Þú manst eftir því að ég á wiskýflösku sem ég hef geymt óopna í 15 ár. Ég vil að þú hellir wiskýinu úr henni yfir gröfina mína þegar ég verð farinn héðan. Villtu gera það?“ „Auðvitað,“ sagði Jón. „En væri þér sama þó að ég léti wiskýið renna í gegnum nýrun á mér fyrst?“


Íri hafði verið að drekka á barnum allt kvöldið. Að lokum sagði barþjónninn að verið væri að loka barnum. Írinn stendur því upp, en dettur strax aftur á gólfið. Hann reynir einu sinni enn, en með sama árangri. Loks ákveður hann að skríða á fjórum fótum út af barnum. Kannski myndi ferskt loft hressa hann við. Þegar hann er kominn út stendur hann upp, en dettur aftur á götuna, þannig að hann ákveður bara að skríða heim til sín. Þegar hann er kominn heim að útidyrahurðinni heima hjá sér reynir hann að standa upp, en dettur strax aftur. Hann skríður þess vegna inn í svefnherbergi. Þegar hann kemur heim að rúminu reynir hann enn einu sinni að standa upp, en dettur strax í rúmið og sofnar. Morguninn eftir vaknar hann við það að konan hans stendur yfir honum og segir: „Þú hefur verið á fylleríi enn eina ferðina!!!“ „Af hverju heldurðu það?“ segir Írinn og setur upp sakleysislegan svip. „Það var verið að hringja frá barnum. Þú gleymdir hjólastólnum þínum þar.“


Efnafræðikennari ætlaði að sýna krökkunum í fimmta bekk fram á skaðsemi áfengis og sýndi þeim tilraun. Hann notaði vatnsglas, wiskýglas og tvo orma. „Jæja, krakkar.“ Sagði kennarinn. „Fylgist nú vel með ormunum.“ Þar næst setti hann annan orminn í vatnsglasið. Ormurinn synti um í vatninu, sæll og glaður. Hinn orminn setti kennarinn í wiskýglasið. Hann engdist um í wiskýinu og datt loks dauður niður á botninn. Að lokum spurði hann bekkinn: „Hvaða lærdóm má draga af þessari tilraun?“
Kalli, sem sat aftast í bekknum svaraði: „Drekkum wiský og þá fáum við ekki ormasýkingu.“


Hvers vegna að drekka bjór?
Vísundahjörð ferðast alltaf jafnhratt og vísundurinn sem hleypur hægast. Þegar dýr úr hjörðinni eru skotin, þá eru veikustu og mest hægfara dýrin skotin fyrst. Þetta náttúruval er gott fyrir hjörðina í heild sinni, vegna þess að meðalhraði og -heilsufar hennar eykst þegar verst settu einstaklingarnir hverfa úr henni.
Á sama hátt getur heili mannsins aðeins starfað jafn hratt og hæggengasta heilafruman. Eins og við vitum öll, þá drepast heilafrumur við óhóflega mikla áfengisneyslu, en að sjálfsögðu drepast aðeins hæggengustu og verst settu heilafrumurnar fyrst. Niðurstaðan er semsagt sú að bjórdrykkja losar okkur við hæggengar heilafrumur og heilinn verður því hraðvirkari og nákvæmari.


Ráðstefna var haldin í Amsterdam þar sem forstjórar stærstu bjórbrugghúsa í heiminum komu saman. Fyrsta kvöldið var ákveðið að fara út að borða. Þjónninn spurði þá hvað þeir vildu drekka með matnum. Forstjóri Millers brugghússins sagði: „Láttu mig fá Miller light.” Forstjóri Budweiser bað um Bud og þannig gekk þetta, allir báðu um bjór frá sínu eigin fyrirtæki. Að lokum kom röðin að Arthur Guinness. „Og hvað má bjóða þér að drekka?“ spurði þjónninn. „Ég ætla að fá kók.“ svaraði Guinness. „Kók???!!!” Þjóninum var mjög brugðið. „Villtu ekki heldur fá Guinness?“ „Nei,” sagði Arthur og glotti til félaga sinna. „Fyrst að enginn þeirra fær sér bjór, þá fæ ég mér heldur engan bjór."

Fann þetta í tölvunni hjá mér síðan í gamladaga.