Ég var engann veginn að reyna að segja þér hvað sé skemmtilegt og hvað ekki. Þarna fórstu og drógst aðra ályktun algjörlega sjálfur.
Ef þú vissir að ég myndi setja út á enskuna hjá þér, af hverju varstu þá að skrifa það á ensku? Var þetta semsagt bara léleg aðferð hjá þér til þess að halda áfram annars mjög tilgangslausu rifrildi? Sýnir það skýrt og greinilega að þú átt greinilega mjög erfitt að viðurkenna þegar þú veist sjálfur að þú hefur rangt fyrir þér. Þú ert eflaust mjög gáfuður drengur og allt það, en hroki þinn er án efa það sem mun draga þig niður í lífinu.
Hvar þú gast grafið upp að ég hafi ekki skilið það sem þú skrifaðir á ensku veit ég ekki, en það sýnir bara það að þú dregur áfram þínar ályktanir, sem eru rangar einu sinni enn. Þú ættir að lesa aðeins betur það sem skrifað er, ekki það sem þú heldur að sé skrifað.
Að dissa Conan til að verja Jay Leno?? Mig minnir að það hafi nú verið þú sem komst með einhver skot á Jay Leno til að byrja með, ertu núna að reyna koma því yfir á mig. Nei kallinn minn, þú veist ég get flett upp og niður á blaðsíðunni og séð hvað þú hefur skrifað er það ekki? Ef ekki þá mæli ég með því að þú kynnir þér hvernig farið er að því. Sumir eiga mús með “skrunhjóli” sem einfaldar þetta.
Semsagt ef að þú verð vin þinn sem er samkynhneigður, gerir það þig þá að samkynhneigðum einstaklingi líka? Samkvæmt þínum orðum já.
Þegar þú eldist, þroskast og vitkast, muntu læra það að hegðun þín hér hefur verið með eindæmum barnaleg.
Þú segist vera með gáfnafarslega yfirburði. Enn og aftur dregirðu ályktanir án þess að vita neitt um hvor okkar sé í raun og veru gáfaðri. Það að geta slett fram nokkrum orðum í ensku sem þú hefur lesið í Websters, þýðir ekki endilega að þú sért gáfaður. Það er hægt að kenna páfagaukum að segja einstök orð, þýðir það að þeir skilji hvað orðin merkja, eða að þeir séu gáfaðir? Nei það gerir það ekki.
Þú segist einnig hafa betri kímnigáfu en ég, geturðu rökstutt þetta án þess að nefna á nafn Jay Leno? Ef þú lest aðeins betur yfir þau svör sem ég hef skrifað hér, taktu þá eftir því hvort ég segi einhverstaðar : Mér finnst Jay Leno vera fyndinn gaur og horfi alltaf á þann þátt. Nei, þú finnur það eflaust ekki, af þeirri einföldu ástæðu að ég skrifaði það ekki. Enn og aftur hefur þú dregið ályktanir að einhverju sem er ekki rétt. Mér sýnist þú þurfa að standa þig aðeins betur í þessu kallinn minn.
“þú ert svona staðal-djammari sem ert fullviss um að þinn lífstíll sé sá eini rétti”
Enn og aftur ferðu að draga ályktanir. Minn lífstíll er engan veginn sá eini rétti, en hann hentar mér mjög vel eins og er. Það að sitja yfir sjónvarpinu, glápandi á spjallþætti, eða bíómyndir er ekki eitthvað sem ég stunda. Frekar les ég góða bók, þú kannski tókst eftir því að bækur eru einnig merkt við sem áhugamál hjá mér?
Getur verið að þú sért sár drengur og fúll yfir því að “stuðningsmenn” Jay Leno fá að horfa á hann á Skjá einum, en hinn eftirsótti Conan, sem þið hafið beðið eftir í lengri tíma og ykkur var lofað sí og æ, er ekki sýndur og verður væntanlega ekki sýndur?
Í stað þess að taka út þína reiði og pirring fólki sem (að þínu áliti og ályktunum) horfir á Jay Leno, hvernig væri þá bara að skella sér aðeins út, finna sér nýja kærustu (sú gamla var víst ekki alveg að standa sig var það nokkuð?) og reyna að hafa gaman að lífinu. Annars muntu einn daginn vakna við það, að vinir þinir (ef þú átt þá einhverja) þola ekki lengur þennan endalausa hroka í þér, og finna sér nýja vini.
Við hin, stöðluðu djammararnir, munum þangað til skemmta okkur vel, og djamma mikið, og gantast með það hversu sorglegur þú sért í raun og veru.
Reyndu svo að koma með málefnalegt svar, vel rökstutt og án þinna eiginn gjörsamlega röngu ályktana. Ólíkt mörgum öðrum þá mun ég ekki grenja mig í svefn yfir því að þú hafir ráðist á gáfnafar mitt, eða kallað mig asnalegan. Það leyfir mér aðeins að draga það í efa að þú sért jafn gáfaður og þú heldur því fram að þú sért.
Jólakveðja