Fílabrandarar Hér koma fjölmargir brandarar, sumir eru 5-aura brandarar en ég bið um engin skítköst. Takk fyrir.

Það stendur hérna í bókinni að árlega fari 6000 fílar til að búa til píanó.
Er ekki alveg stórkostlegt hvað hægt er að þjálfa fíla til að gera!!?

Hvað kallar þú fíl með vélbyssu?
Yðar hátign.

Hvað kallar þú fíl í kjól með bleik eyrnaskjól?
Hvað sem þér sýnist, hann heyrir hvort sem er ekkert.

Hvers vegna drekka fílar svona mikið?
Til þess að gleyma.

Hvað er það sem er gult,grátt, gult,grátt, gult,grátt, gult,grátt, gult,grátt, gult,grátt?
Fíll sem rúllar niður brekku með fífil í munninum.

Hvers vegna stendur fíllinn á sykurpúðanum?
Svo hann detti ekki ofan í heitt kakóið.

Hvers vegna er fíllinn stór, grár og krumpaður?
Af því að ef hann væri lítill, glær og glansandi þá væri hann lýsispilla.

Hvers vegna eru fætur á fílum svona í laginu?
Til þess að þeir passi á vatnaliljublöðin.

Hvers vegna er ekki óhætt að vera hjá liljutjörnunum milli 4-6 síðdegis?
Þá eru fílarnir að hoppa á milli vatnaliljublaðanna.

Hvers vegna eru froskar svona stuttir?
Þeir voru í liljutjörnunum milli 4-6 síðdegis.
**********************************************
Hvers vegna eru fílar með dökk sólgleraugu?
Mundir ÞÚ vilja þekkjast ef svona aulabrandarar væru sagðir um þig?
**********************************************
Hvernig skýtur þú bláan fíl?
Nú, auðvitað með blárri fílabyssu!

Hvernig skýtur þú hvítan fíl?
Nú, auðvitað með hvítri fílabyssu.

Hvernig skýtur þú gráan fíl?
Segir honum hræðilegar draugasögur svo hann verður náhvítur og þá skýtur þú hann með hvítri
fílabyssu.
**********************************************
Hvar getur þú fundið fíla?
Það fer eftir því hvar þú týndir þeim.

Hvað er það sem er líkt bæði fíl og fugli?
Fljúgandi fíll.

Hvaða munur er á fíl og póstkassa?
Nú, veistu það ekki, ég læt þig sko aldrei setja bréf í póst fyrir mig!

Hvaða munur er á pappírsblaði og fíl?
Þú getur búið til skutlu úr blaðinu.

Hvað hefur tvo hala, tvo rana og fimm fætur?
Fíll með varahlutum.

Hvernig veistu að það er fíll undir rúminu þínu?
Nefið á þér snertir loftið.

Hvað er það sem er grátt og geislar?
Rafmagnsfíll.

Hvernig kemur þú fíl út úr símaklefa?
Sömu leið og þú komst honum inn.

Hvað kallar þú fíl sem ferðast í strætó?
Farþega.

Hvernig kemur þú fíl í gegnum landamæraeftirlit?
Setur brauðsneið sitt hvoru megin við hann og kallar hann “nesti”

Hvað gefur þú sjóveikum fíl?
Mikil pláss.

Hvað gerist þegar fíll stekkur út í sundlaug?
Hann verður blautur. Af hverju hélstu eiginlega að fílar væru eitthvað öðruvísi en aðrir?
**********************************************
Trjáfílar
Hvernig færðu fíl upp í tré?
Planta trjáfræi og fá fílinn til að standa á því dáldið lengi!

Hvernig nærðu fíl niður úr tré?
Fæ hann til að standa á laufblaði og bíð svo eftir haustinu.

Hvers vegna eru krókódílar langir, þunnir og flatir?
Þeir sitja undir trjánum á haustin.

Út af hverju féll fyrsti fíllinn niður úr trénu?
Af því hann var dauður.

Út af hverju féll annar fíllinn niður úr trénu?
Af því hann var límdur við fyrsta fílinn.

Út af hverju féll þriðji fíllinn niður úr trénu?
Hann hélt að þetta væri leikur.

Út af hverju féll tréð um koll?
Það hélt að það væri fíll.

Hvers vegna er ekki ráðlegt að fara inn í frumskóginn milli 3 og 4 á næturnar?
Þá eru fílarnir að stökkva niður úr trjánum.

Hvers vegna eru frumskógardvergar svona samanreknir?
Þeir fóru inn í frumskóginn milli 3 og 4 á næturnar.
**********************************************
Fílar í bílum og eldspýtnastokkum
Hvernig kemur þú fíl inn í bíl?
1. opnar dyrnar
2. treður fílnum inn
3. lokar dyrunum.

Hvernig kemur þú gíraffa inn í smábíl?
Hann kemst ekki, fíllinn er þar fyrir.

Hvernig kemur þú fjórum fílum inn í smábíl?
Tveir fram í , tveir aftur í.

Hvernig kemur þú fimm fílum inn í drossíu?
Tveir fram í, tveir aftur í, einn í hanskahólfinu.

Hvernig kemur þú fíl í eldspýtnastokk?
Þú verður að byrja á því að taka út eldspýturnar.

Hvernig kemur þú gíraffa í eldspýtnastokk?
Með því að taka út fílinn.
**********************************************
Fílar í ísskápum
Hvernig kemur þú fíl inn í ísskáp?
1. opnar bíldyrnar
2. tekur fílinn út
3. lokar bíldyrunum
4. opnar ískápinn
5. stingur fílnum inn
6. lokar ískápnum.

Hvernig veistu að það er fíll í ísskápnum?
Fótspor í smjörinu.

Hvernig veistu að það eru tveir fílar í ísskápnum?
Tvenn fótspor í smjörinu og svo heyrir þú hvíslið í þeim.

Hvernig veistu að það eru þrír fílar í ísskápnum?
Ekki hægt að loka ísskápsdyrunum.

Hvernig veistu að það eru fjórir fílar í ísskápnum?
Það er smábíll lagt fyrir utan húsið.

Hvernig kemur þú átta fílum í ískápinn?
Setja þá fyrst í tvo smábíla, fjóra í hvorn bíl.
Nú, ísskápur sem rúmar tvo fíla, hlýtur að rúma tvo smábíla!

Hvernig kemur þú Tarsan í ísskápinn?
Opnar dyrnar, tekur báða bílana út, setur Tarsan inn, lokar dyrunum.

Hvernig veistu að Tarsan er í ísskápnum?
Þú heyrir Tarsan hrópa OYOYOYOIYOIYOOOOOO

Hvernig kemur þú tveimur Tarsan í ísskápinn?
Hvaða, hvaða – það er bara til einn Tarsan!

Hvers vegna eru svona margir fílar í frumskóginum?
Ísskápurinn er ekki nógu stór fyrir þá alla.
**********************************************
Bláber og 1000 fílar
Hvaða munur er á fíl og bláberi?
Bæði eru blá, nema fíllinn.

Hvað sagði Tarsan þegar hann sá 1000 fíla koma niður hæðina?
“Sjáðu, þarna koma 1000 fílar niður hæðina!”

Hvað sagði Jane þegar hún sá 1000 fíla koma niður hæðina?
“Sjáðu, þarna koma bláberin!” (Jane var litblind)

Hvað sagði Tarsan þegar hann sá 1000 fíla með sólgleraugu koma niður hæðina?
Ekkert, hann þekkti þá ekki.

Hvað sagði Tarsan þegar hann sá 1000 gíraffa með sólgleraugu koma niður hæðina?
Ha, ha, ég læt nú ekki gabba mig tvisvar með þessum grímubúningum!
**********************************************
Hvernig á að veiða hvíta fíla
1. Farðu þar sem hvítir fílar halda sig. Hafðu með þér smákökur (með rúsínum).
2. Klifraðu upp í tré.
3. Þegar hvítur fíll nálgast skaltu fleygðu smáköku (með rúsínum) fyrir framan hann.
4. Hvítum fílum finnast smákökur (með rúsínum) góðar.
5. Endurtaktu þetta nokkra daga í röð.
6. Eftir fimm daga verða fílarnir vanir því að fá þessa daglegu smáköku (með rúsínum).
7. Sjötta daginn skaltu klifra upp í tré og hafa með þér smáköku án rúsína.
8. Fleygðu smákökunni eins og venjulega.
9. Þegar hvíti fíllinn finnur að engar rúsínur eru í smákökunni dökknar hann af reiði.
10. Þá getur þú veitt hann eins og venjulegan gráan fíl.