Ljóska kemur inn í apótek og biður um endaþarmssvitalyktareyðir.
Apótekarinn reynir að leyna undrun sinni og útskýrir fyrir ljóskunni
að þeir selji ekki endaþarmsvitalyktareyði og hafi aldrei gert. En
ljóskan fullyrðir að hún sé búin að kaupa svoleiðis reglulega einmitt
í þessu apóteki; og hana vanti meira.

“Mér þykir það leitt”, segir apótekarinn, “við eigum ekkert slíkt.”
“En ég hef alltaf fengið þetta hérna,” segir ljóskan. “Áttu nokkuð
gamlar umbúðir sem þú gætir sýnt mér?” “JÁ!” segir ljóskan, “ég fer
heim og sæki þær.” Stuttu seinna kemur hún til baka og réttir
apótekaranum gamla
svitalyktareyðirinn, apótekarinn lítur á hann og segir: “En þetta er
bara
ósköp venjulegur svitalyktareyðir til að nota undir hendurnar!”

Pirruð; hrifsar ljóskan tóma svitalyktareyðirinn af apótekaranum og
les upphátt það sem stendur aftan á honum:
“TO APPLY, PUSH UP BOTTOM.” !!!!!