Nokkrir öflugir úr vinnumeilinu :) Jæja eftir að hafa gluggað aðeins í vinnumeilið þá áhvað ég að skella inn nokkrum gullkornum :)

Þrír menn sátu saman og voru að monta sig af því hvernig þeir höfðu látið nýju konurnar sínar fá skyldur og verkefni heima fyrir.

Sá fyrsti hafði gifst konu frá Colarado og hann hafði sagt henni að hún ætti að þvo upp og þrífa húsið. Það tók nokkra daga en á þriðja degi kom hann heim í hreint hús og uppvaskið búið og frágengið.

Annar maðurinn hafði gifst konu frá Nebraska. Hann hafði skipað konu sinni að sjá um öll þrif, uppvask og eldamennsku. Fyrsta daginn hafði ekkert gerst, annan daginn hafði það aðeins skánað og þann þriðja var húsið hreint, uppvaskið búið og svaka steik og meðlæti í matinn.

Þriðji maðurinn hafði gifst konu frá Íslandi. Hann sagði henni að hennar verk væru að halda húsinu hreinu, sjá um uppvaskið, slá garðinn, þvo þvott og elda heita máltíð í hverjum matmálstíma. Hann sagði að fyrsta daginn hefði hann ekki séð neitt, annan daginn sá hann ekki neitt en á þriðja degi minnkaði bólgan aðeins svo hann sá aðeins með vinstra auganu, nóg svo hann gat útbúið sér eitthvað að borða og sett í uppþvottavélina!

———————————————

Tveir gaurar frá Íslandi dóu og vakna upp í helvíti.

Daginn eftir tékkar Djöfullinn sjálfur á þeim og sér að þeir sitja í mestu makindum í úlpunum sínum, með vettlinga og húfur og orna sér við eldinn. Djöfullinn spyr þá hvað þeir séu eiginlega að gera? Er ekki nógu heitt í helvíti fyrir ykkur ?
!
Gaurarnir svara, “Sko, þú veist, við erum frá Íslandi, landi snjós,íss og kulda. Við erum bara ánægðir að fá smá yl í kroppinn.”

Djöfullinn ákveður að þeir séu nú ekki að þjást nóg svo hann skrúfar upp hitann.

Morguninn eftir kíkir hann aftur á gaurana tvo og þarna sitja þeir ennþá í úlpum með húfurnar og vettlingana ennþá á. Það er nú ferlega heitt hérna, finnst ykkur það ekki?

Aftur svara gaurarnir því til að þeir komi! jú frá Íslandi, landi snjóa, íss o g kulda, við erum bara fegnir að fá smá yl í kroppinn !

Það fór nú að fjúka nett í Kölska og hann ákveður að jafna örlítið um þessa tvo gaura. Hann fer og setur hitann á “Fáránlegt”. Fólk fer að veina og væla út um allt helvíti. Hann fer svo og kíkir á gaurana tvo frá Íslandi og sér að þeir eru komnir á skyrtuna með upprúllaðar ermar og eru að grilla pylsur og þamba bjór.

Djöfsi verður steinhissa “ Allir hérna inni þjást og veina, en þið virðist bara njóta ykkar?”

Já sko, það er svo hrikalega sjaldan að við fáum svona gott veður heima á Íslandi, að við urðum bara að grípa tækifærið og grilla aðeins og súpa á öli.

Alveg óður af bræði, strunsar Djöfsi í burtu og hugsar málið. Að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu að þessir gaurar hafi verið að krókna allt sitt auma líf á Íslandi, þess vegna eru þeir svona kátir yfir öllum hitanum. Djöfullinn ákveður að skrúfa fyrir allan hitann í öllu Helvíti.

Daginn eftir er orðið ískalt í Helvíti og héla og grýluker! ti allsstaðar. Fólki orðið svo kalt að þa ð gat varla gert neitt annað en veinað og aumkað sér yfir kuldanum. Tannaglamur yfirgnæði samt að mestu veinin. Djöfullinn glotti með sjálfum sér og fór að kíkja á gaurana frá Íslandi.

Þar eru þeir komnir í úlpuna, húfuna og með vettlingana á sér…en Djöfsa til mikillar furðu, eru þeir að hoppa og öskra Ole ole af mikilli gleði !?

Ég skil ekki, sagði Djöfsi, ég skrúfaði hitann upp úr öllu valdi og þið voruð bara ánægðir og núna er bullandi frost hérna og þið bara öskrandi af gleði?? Hvað í fjárnaum er að ykkur tveim?

Íslendingarnir líta á Djöfsa með spurn í augum, “ Ha, veistu það ekki? Ef það frýs í helvíti, þýðir það bara það að Íslendingar hafa unnið Dani loksins á Parken!”
———————————————-

Kæri eiginmaður.
Ég skrifa þér þetta bréf því ég hef ákveðið að fara frá þér.
Ég hef verið þér góð eiginkona í sjö ár án þess að það hafi skilið nokkuð eftir.
Þessar síðustu tvær vikur hafa verið algjört helvíti.
Það sem fyllti mælinn var þegar yfirmaðurinn þinn hringdi í dag til að segja mér að þú
hefðir sagt upp vinnunni þinni !!!!
Hvað varstu eiginlega að hugsa ??????
Í alvörunni, bara í síðustu viku komstu heim úr vinnu og tókst ekki einu sinni eftir því að ég hafði
farið í klippingu . Ég eldaði meira að segja uppáhalds matinn þinn og til að reyna að
vekja athygli þína klæddist ég glænýjum sexý náttkjól um kvöldið !!!!
Þú hinsvegar komst heim,gleyptir í þig hluta af matnum á innan við mínútu, fórst svo upp í rúm þar sem þú gláptir á fótboltaleikinn í sjónvarpinu eins og þú gerir ALLTAF ….áður en þú steinsofnaðir!!
Þú ert alveg hættur að segja að þú elskir mig og ert líka alveg hættur að snerta mig !
Annaðhvort ertu búinn að vera að halda framhjá mér eða elskar mig hreinlega ekki lengur.
Hver sem skýringin er…..þá er ég farin frá þér.
Ps. Ekki reyna að hafa upp á mér…..því þú verður bara fyrir vonbrigðum því ég og Halldór bróðir þinn
höfum ákveðið að hefja búskap saman.
Vertu blessaður…….!
Þín FYRRVERANDI eiginkona !


Sagan endar þó ekki þarna………..
Kæra fyrrverandi eiginkona.
Mig langar að byrja á að segja þér að ekkert hefur glatt mig eins mikið lengi og að fá
bréfið frá þér í dag.
Það er rétt hjá þér að við höfum jú verið gift í sjö ár en að þú skulir
halda því fram að þú hafir verið mér góð eiginkona þessi sjö ár…..er ansi
langt frá sannleikanum verð ég að segja.
Rétt skal vera rétt og til að útskýra mína hlið á málunum þá þér að segja horfi ég svona oft á fótboltann í sjónvarpinu til að losna við þurfa að hlusta á þetta stanslausa röfl í þér út af öllu og öllum ! Verst að það
virkar ekki eins vel og ég hefði viljað ! Og bara svo að þú vitir það þá tók ég
VÍST eftir því að þú hafðir farið í klippingu í síðustu viku. En málið var að mér þótti klippingin
bara svo misheppnuð og hrikalega ljót enda leistu út eins og karlmaður! Og þar sem móðir mín elskuleg kenndi mér að segja frekar ekki neitt ef maður hefði ekkert fallegt að segja.. ….ákvað ég að þegja !
Eitthvað hefur þú svo ruglað mér saman við hann Halldór bróður þegar
þú segist hafa eldað uppáhalds matinn minn því þér að segja hætti ég að borða svínakjöt fyrir rúmum sjö árum
síðan !!! Ástæðan fyrir því að ég fór að sofa þegar þú klæddist nýja sexý náttkjólnum þarna um kvöldið var einfaldlega sú að þegar ég sá verðmiðann aftan á náttkjólnum gat ekki annað en velt því fyrir mér hvort það gæti virkilega verið tilviljun að kjóllinn kostaði 3.999 kr. og að Halldór bróðir hafði fengið lánaðan hjá mér 4 þús. kall fyrr um daginn!!!!!!
En bara svo að þú vitir það þá elskaði ég þig þrátt fyrir allt og vonaðist til að við gætum reynt að
laga það sem farið hafði úrskeiðis í hjónabandinu.
Þannig að þegar ég svo uppgötvaði að ég hefði unnið í 572 milljónir í víkingalottoinu í dag ákvað ég
að segja upp vinnunni minni og koma þér á óvart með því að kaupa handa okkur tvo miða til Jamaika.
En þegar ég kom heim varst þú farin og mín beið bréfið frá þér.
Ég trúi því að það sé ástæða fyrir öllu.
Ég vona bara að þú finnir þá fyllingu í þeirri ákvörðun sem þú hefur tekið.
Lögfræðingurinn minn hefur tjáð mér að með bréfi þínu hafir þú fyrirgert rétti þínum til lottovinningsins
þannig að því miður fyrir þig er hann er alfarið minn.
Vona að þú hafir það bara gott í framtíðinni.
Já og meðan ég man………..er ekki alveg viss hvort ég sagði þér það nokkurntímann en Halldór bróðir er ekki
fæddur Halldór….heldur….Halldóra.
Vona að það komi ekki að sök.
Með ótrúlega góðri kveðju frá Jamaika….
Hinn moldríki og frjálsi FYRRVERANDI eiginmaður þinn!

———————————————–
Jónas var staddur á veitingahúsi í Borginni og var að fá sér að borða
þar. Hann fór að ræða við þjóninn sem þjónaði honum og trúði honum fyrir
því að hann væri með alveg ótrúlegt lyktarskyn. Hann gæti þekkt hvaða
lykt sem væri, hversu lítið sem væri af henni. Þjónninn dró þessa
staðhæfingu í efa, svo Jónas bauð honum að prófa sig. Þjónninn fór þá
inn í eldhús, tók hreinan disk og veifaði honum í góða stund yfir einum
pottinum. Síðan fór hann með hann inn og rétti Jónasi. Jónas þefaði vel
af diskinum og sagði svo “Lambakjöt með dilli og örlítilli mintu!”
Þjónninn varð forviða, en vildi prófa aftur. Nú veifaði hann diskinum
yfir öðrum potti og rétti síðan Jónasi. “Blandað grænmeti!” sagði
Jónas. Nú ákvað þjónninn að gera eitthvað verulega erfitt, svo hann brá
diski undir pils stúlkunnar sem var að vaska upp og fór svo með hann
til Jónasar. Jónas þefaði af diskinum, hleypti brúnum af undrun og
þefaði aftur. Í þriðja sinn þefaði hann vel og lengi en sagði svo “Er
Magnfríður Jónatansdóttir frá Merkigili að vinna hérna?”

————————————————

Þessi gerðist í afskekktri sveit á Austfjörðum ekki alls fyrir löngu.

Sighvatur, sem kominn var yfir miðjan aldur og Sóley, ung blómarós næstum helmingi yngri en hann höfðu verið gift í nokkra mánuði og Sóley kvartaði yfir því að fá aldrei fullnægingu með manni sínum. Í sveitinni var ekki læknir en á næsta bæ bjó Sigurður dýralæknir og þau ákváðu að leita til hans

með vandræði sín. Sigurður dýralæknir sagðist engin svör kunna við þessu en hann myndi þó eftir því að þegar hann var lítill drengur í þessari sömu sveit, þá hefði belja á bænum átt í erfiðleikum með að fæða kálf og foreldrar hans tekið til þess ráðs að veifa stóru handklæði framan í kúna til þess að kæla hana niður og hjálpa henni að slaka á. Þetta hefði virkað ágætlega.



Dýralæknirinn sagði þeim því að fá hann Pál á Brekku, ungan og hraustan strák úr sveitinni til þess að koma og sveifla handklæði yfir þeim af krafti

á meðan þau hefðu samfarir. Það gæti hjálpað Sóleyju til þess að kæla sig niður og slaka á.

Þau fara að ráðum dýralæknisins og fá því Pál á Brekku til þess að koma og sveifa stóru handklæði yfir sér í hjónasænginni en eftir nokkrar tilraunir þá koma þau aftur til Sigurðar og segja að þetta sé ekkert að virka.

Sigurður dýralæknir sest niður hugsi í smá stund og segir þeim þá að prófa að skipta, láta Sighvat sveifla handklæðinu en stráksa fara í rúmið með Sóleyju.

Hjónin fóru heim og prófuðu þetta. Strákurinn fer í rúmið með Sóleyju og Sighvatur veifar handklæðinu af miklum krafti á meðan. Þá er eins og við manninn mælt að Sóley fær hverja fullnæginguna á eftir annarri með tilheyrandi öskrum og stunum og eftir rúma tvo tíma þá veltir strákurinn sér

ofan af Sóleyju kófsveittur og úrvinda.

Sighvatur er ekki síður sveittur eftir hamaganginn við að sveifla handklæðinu og horfir á strákinn hróðugur á svipinn og segir með

áherslu:

“Svooona á að sveifla handklæðinu Páll!”.