Það var einu sinni ljóska sem þurfti að fara með bílinn sinn í viðgerð eftir árekstur. Það var nokkuð stór dæld á bílnum og þegar að viðgerðarmaðurinn sér hana segir hann ljóskunni að þetta verði nú dýrt. “Er ekkert sem ég get gert til að gera þetta ódýrara” segir ljóskan. Viðgerðarmaðurinn ætlar þá að láta á það reyna hversu snjöll þessi ljóska er og segir henni að þetta sé ekkert mál. Hún þurfi bara að fara með bílinn heim til sín og byrja að blása fast í púströrið á bílnum og þá mun dældinn pompa út, rétt eins og með blöðrur. Ljóskan verður voða ánægð með að heyra þetta, fer heim til sín og byrjar að blása alveg á fullu, en ekkert gerist. Rétt í því koma tvær ljóskuvinkonur hennar að henni og spyrja undrandi “Hvað ertu eiginlega að gera?”. Ljóskan okkar segir þeim frá öllu og þá hlær hin og segir, “Mikið svakalega ertu vitlaus, þú þarft að skrúfa upp rúðunni svo þetta virki.”