Engel fær hland fyrir hjartað og fer að ímynda sér allar þær mögulegu og ómögulegu ógöngur sem Hulda gæti hafa komið sér í. „Aaa, já-já, auðvitað, elskan mín, hvað er að?“
„Jú, sko,“ segir Hulda, „Ég var að byrja á nýju púsluspili og það er svo hrikalega erfitt! Ég er ekki einu sinni búin að finna jaðarbútana ennþá.“
Vá, Engel létti heilmikið að Hulda var ekki í neinni líkamlegri hættu og húsið ekki að brenna eða eitthvað enn verra. „Sjáðu til elskan, það er alltaf mynd á kassanum af púsluspilinu til að gera þetta auðveldara. Hvað er á myndinni á kassanum?“
„Það er svona risastór hani,“ segir Hulda.
Smá þögn. „Ó-kei, sko, settu kornflögurnar aftur í kassann og svo …“
******************************************************************************************