Af því tilefni ákvað ég að koma með nokkra brandara úr bókinni.
Sumir brandararnir er ekki fyrir viðkvæma
Allir krakkarnir náðu prófinu,
nema Sara- hún neitaði að svara.
Allir krakkarnir voru með verk í bakinu,
nema Drífa- hún var með hnífa.
Allir krakkarnir fóru í feluleik,
nema Þór- hann var of stór.
Allir krakkarnir fengu sér tattú,
fyrir utan Finn- hann hafði ekkert skinn.
Allir krakkarnir voru með freknur,
nema Gvendur- hann var með rendur.
Allar stelpurnar voru hreynar meyjar,
nema Fríða- hún nennti ekki að bíða.
Allir krakkarnir kunnu að flauta,
fyrir utan Finn- hann hafði enga kinn.
Allir krakkarnir léku sér með keðjusögina,
nema Marta- hún var komin í parta.
Allir krakkarnir tipluðu á tánum,
nema Snær- hann er ekki með neinar tær.
Allir strákarnir
fóru á kallaklósettið eftir aðgerðina,
fyrir utan Kára- því nú heitir hann Bára.
Öllum krökkunum
var starsýnt út um gluggana á þotunni,
nema Knúti- því hann var úti.
Allir krakkarnir horfðu á örbylgjuofninn,
nema Binni- hann var þar inni.
Allir krakkarnir forðuðust káf kennarans,
fyrir utan Sverri- því hann var perri.
Allir krakkarnir komust yfir laugina,
nema Linda- því hún kunni ekki að synda.
Allir krakkarnir vinkuðu,
nema Gvendur- hann hafði engar hendur.
Allir krakkarnir höfðu hausinn upp úr lauginni,
nema Binni- því hann var aðeins minni.
Allir krakkarnir eru lifandi,
fyrir utan Kötu- hún hafði verið að leika sér úti á götu.
Allir krakkarnir náðu yfir hraðbrautina,
nema Petra- hana vantaði metra.
Allir krakkarnir stoppuðu við hengiflugið,
nema Tindur- hann var blindur.
Allir krakkarnir biðu eftir að bílarnir stoppuðu,
nema Fríða- hún vildi ekki hlýða.
Allir krakkarnir nutu ásta,
nema Kim- hann hafði engan lim.
Allir krakkarnir voru í vatni upp að hálsi,
nema Þór- hann var ekki nógu stór.
Allir krakkarnir voru með reiðhjólahjálma,
nema Þráinn- og nú er hann dáinn.
Allir krakkarnir fóru í bíó,
fyrir utan Lauga- hana vantaði augu.
Allir krakkarnir sluppu úr ljónabúrinu,
nema Teitur- hann var of feitur.
Allir krakkarnir fóru úr lauginni þegar hákarlinn kom,
nema Linda blinda- hún hélt áfram að synda.
Nothing will come from nothing, you know what they say!