Ég er að skrifa hér til að útskýra eftirfarandi:

Í reit #3 á slysaskýrslunni setti ég “Reyndi að framkvæma verkið einn” sem ástæðu slyss. Í bréfi ykkar báðuð þið um nánari skýringar á þessu og vona ég að eftirfarandi bréf veiti nánari upplýsingar.

Ég er múrari að atvinnu. Daginn sem slysið átti sér stað var ég að
vinna á þaki 3 hæða nýbyggingar. Eftir að hafa lokið verki mínu á
þakinu sá ég að um 150 kíló af múrsteinum gengu af. Frekar en að bera múrsteinana niður 3 hæðir ákvað ég að láta þá síga niður til jarðar í hjólbörum og til þess ætlaði ég að nota talíu sem fest var utan á húsið á 3 hæð. Ég gekk niður og festi reipið sem tengt var í talíuna tryggilega við jörðina, þarnæst fór ég upp á þak aftur og batt reipið í hjólbörurnar sem ég svo ýtti fram af brúninni. Þar næst fyllti ég hjólbörurnar með múrsteinunum. Að
þessu loknu fór ég aftur niður á jörðu, Greip fast í reipið og losaði það.

Eins og sjá má í reit #2 á slysaskýrslu er ég 85 kíló að þyngd. Vegna undrunar á mjög snöggu flugtaki láðist mér að sleppa reipinu. Það þarf varla að taka fram að hraði uppferðar minnar var gríðarlegur. Um miðja 2 hæð mætti ég hjólbörunum sem voru á niðurleið. Þau kynni útskýra brákaða höfuðkúpu og brotið viðbein.

Áreksturinn hægði aðeins lítið eitt á ferð minni upp á 3 hæð, sem
stöðvaðist þegar hægri hönd mín rakst á kaf inn í talíuna. Sem betur fer tókst mér að halda meðvitund og takinu á reipinu þrátt fyrir mikil meiðsl og gríðarlegan sársauka.
Á sama tíma féllu hjólbörurnar á jörðina, og ultu á hliðina sem olli því að múrsteinarnir féllu úr hjólbörunum. Þyngd hjólböru að þessi tagi er um 20 kíló. Ég vísa aftur til reitar #2.

Eðli málsins samkvæmt hóf ég hraða niðurleið mína um leið og þetta
hafði gerst.

Um miðja 2 hæð rakst ég aftur á hjólbörurnar sem í þetta sinn voru á uppleið. Sá árekstur skýrir brákaða ökkla og skrámur og skurði á neðri hluta líkamans.

Við þetta hægðist lítið eitt á niðurleið minni og verður það að teljast til happs að áverkar við fallið á múrsteinahrúguna hafi ekki orðið alvarlegri en brotinn sköflungur og 2 fingur brotnuðu.
Mér þykir leitt að tilkynna það að þar sem ég lá á múrsteinshrúgunni, ófær um að hreyfa mig vegna áverka og sársauka að ég missti meðvitund og sleppti reipinu. Tómar hjólbörurnar, sem eru þyngri en reipið, komu aftur niður og lentu á mér þar sem ég lá, og brutu þar báða lærleggi.

Ég vona að þetta útskýri betur hvað gerðist, og skráning mín í
slysaskýrslu “Reyndi að framkvæma verkið einn” varpi ljósi á málið.

Virðingarfyllst ………….


Kveðjur,

Eymundu