Er tölva karlkyns eða kvenkyns?

Í Frakklandi þurftu menn að ákveða hvers kyns tölvur eru og voru
því settir á fót vinnuhópar til að færa rök fyrir því af hvoru kyninu tölvan væri.
Þetta eru
niðurstöður vinnuhópanna (en ákvörðun um kyn hefur enn ekki verið
tekin):

Tölvan er karlkyns af því að:
* Til þess að ná athyglinni þarf að kveikja á honum.
* Hann er fullur af upplýsingum, en hefur ekkert hugmyndaflug.
* Hann á að vera til hjálpar, en er helminginn af tímanum til
vandræða.
* Um leið og maður hefur náð sér í einn kemst maður að því, að með
smá bið hefði maður fengið betra módel.

Tölvan er kvenkyns af því að:
* Enginn, nema sá sem skapaði hana, skilur hennar “lógík”.
* Tjáningarformið sem hún notar við “sína líka” er óskiljanlegt.
* Hinn minnsti galli geymist í undirmeðvitundinni og er dreginn
fram þegar verst gegnir.
* Um leið og maður hefur náð sér í eina þá uppgötvar maður að
helmingurinn af laununum fer í að kaupa aukabúnað.