Ég ætla að deila með ykkur brandara sem faðir minn sagði mér þegar ég var í 9.bekk eða svo. Margir hafa kannski heyrt hann.
Það voru einu sinni tveir feðgar sem bjuggu saman. Drengurinn er sirka 18 – 20 ára en faðirinn á fimmtugs aldri. Eitt kvöldið labbar faðirinn að syninum, réttir honum 5000kr. og segir „Hérna eru 5000kr handa þér, ég vil að þú farir á hóruhús og fáir þér að ríða! Þýðir ekki að vera kominn á 18 ára aldurinn og ennþá hreinn sveinn!”. Sonurinn svarar „Auhh takk maður, heyrðu ég skelli mér þá” mjög glaður í bragði.
Hann labbar út og setur bílinn í gang. Á leið sinni finnur hann fyrir smá þreytu og ákveður að kíkja til ömmu sinnar fyrst og fá sér tíu dropa, svona aðeins til að hressa sig við. Amma hans tekur á móti honum ánægð að vanda og gefur honum kaffi. Hún spyr hann hvað hann sé að gera á ferðinni svona seint að kvöldi. Hann segir henni að faðir hans hafi gefið sér 5000kr til þess að fara að fá sér að ríða á hóruhúsi. Þá segir hún „Hvaða vitleysa, komdu bara og ríddu mér og þá geturu átt þennan 5000kall og eytt honum í eitthvað annað!”. Hann er að vonum ánægður með það og fær sinn fyrsta drátt. Drátturinn gekk vel og drengurinn ætlaði ekki að trúa því hvað þetta væri gott.
Tveim dögum seinna er faðirinn að setja í þvottavélina og sér buxur sonar síns og ætlar að tæma vasana, en viti menn þarna eru 5000kr. sem hann lét soninn sinn fá. Hann fer fram og segir við soninn „Heyrðu, fórstu ekki uppá hóruhús og fékkst þér að ríða í fyrradag”. Sonurinn „Ha, nei ég fór til ömmu og hún bauð mér að ríða sér og þá gæti ég átt peninginn”. Faðirinn „Ha!!?, varstu að ríða mömmu minni?!?!??!?!„. Sonurinn „Já!, þú varst alltaf að ríða mömmu minni!”.