Krypplingurinn og blindi maðurinn
Það voru einu sinni tveir menn drekkandi sorgum sínum á bar. Annar var blindur en hinn var með kryppu. Seinna um nóttina er krypplingurinn búinn að fá nóg af sumblinu og ákveður að drífa sig heim. Á leiðinni heim þarf hann að fara í gegnum kirkjugarðinn og er virkilega myrkfælinn. Þegar hann gengur inn í kirkjugarðinn sér hann opna gröf og drungalegt ljós lýsa upp úr gröfinni, allt í einu sprettur skrattinn sjálfur upp með ógurlegum hljóðum og segir við krypplinginn: Hvað ertu með???!!! Skjálfandi á beinunum hikstar krypplingurinn upp úr sér: ég er,ehemm bara með kryppu. Þá skýst skrattinn til hans, réttir fram höndina og rífur af honum kryppuna. Krypplingurinn verður svo ánægður að hann þýtur í ofboði aftur á barinn þar sem sá blindi er enn að sumbli og segir honum hvað skrattinn hafði gert við hann. Sá blindi ákveður þegar í stað að fara í kirkjugarðinn og freista gæfunnar. Hann kemur í kirkjugarðinn, þreifar sig áfram að gröfinni og eins og fyrr þá sprettur allt í einu skrattinn upp með þessum líka ógurlegu hljóðum og spyr blinda manninn: Hvað ertu með???!!! Blindi maðurinn svarar borubrattur: ég er blindur. Þá skýst skrattinn til hans skellir hendinni á bakið á honum og segir: Blessaður maður,fáðu þér kryppu!!!!