Allar setningar hjá þér byrja á ”Ég var að browsa á netinu….”
Maki þinn býr til nýja reglu: Tölvan má ekki kom með upp í rúm..
Tölvuverkstæðin hringja í þig eftir hjálp.
Þú spilar Heroes. (Hæ Soffía!)
Eða World of Warcraft. (Hæ Gummi!)
Eða D&D og AD&D. (Hæ Nína!)
Þú vaknar upp á næturnar til þess að fara á klósettið og loggar þig inn á netið á leiðinni aftur upp í rúm til þess að athuga tölvupóstinn þinn.
Þú ert með ”This person can best be viewed with Internet Explorer 5.0 or higher” tattooverað á bringuna.
Þú slekkur á routernum þínum og finnur fyrir undarlegum tómleika.
Þú hefur sofið hjá einhverjum sem að þú kynntist á netinu.
Þú kveikir óvart í eldhúsinu heima hjá þér vegna þess að þig langaði til þess að ”tékka á póstinum” og á meðan að þú varst að því ákvaðstu að athuga hverjir væru online.
Þú hefur skrifað forrit í VB sem að býr til random tölur á milli 1 og 10 og lýsir þig sigurvegara ef að talan 7 kemur upp. (Hæ Freyzi!)
Þú skrifar .com á eftir hverri einustu setningu þegar að þú ert að vinna í Word.
Þú talar um að fara á klósettið sem ”Downloada.”
Allir þínir nánustu vinir hafa @ í nafninu sínu.
Yfirmaður þinn bendir þér ítrekað á að ”i” á skrifa sem stóran staf þegar að skrifað er á ensku.
Það fyrsta sem að þú gerir á morgnana, jafnvel áður en þú kveikir á kaffikönnunni, er að tengjast netinu.
Þú getur ekki verið í sambandi við foreldra þína…. Þeir eiga ekki módem.
Þú ert hættur að nota stóra stafi, málsgreinar eða heilar setningar þegar að þú skrifar.
Þú vilt láta jarða tölvuna þína með þér þegar að þú deyrð og vice versa.
Og þú vilt setja ”Hello World” á legsteininn hjá þér.
Þú tvísmellir á sjónvarpfjarstýringuna.
Þú ert hættur að taka eftir innsláttar- og stafsetningarvillum þegar að þú skrifar.
Þú athugar tölvupóstinn þinn og færð upp skilaboðin ”No new messages” svo að þú tékkar aftur og aftur og aftur….
ADSL reikningurinn er sendur heim til þín í kassa.
Þú veist ekki hvers kyns þrír af þínum nánustu vinum eru vegna þess að þau eru með hlutlaus nick á MSN og þú hefur ekki nennt að spyrja.
Þú lýgur frekar að fólki að þú sért með blóðhlaupin augu og bauga eftir partýstand í stað þess að segja því sannleikann. Þú varst vakandi alla nóttina á browsa netinu.
Þú flytur inn í nýja íbúð og þú setur upp ADSL tengingu áður en þú innréttar.
Þú sendir fólki skilaboð á MSN á meðan að þú ert að tala við það í símann.
Þú segir leigubílstjóranum að þú eigir heima á http://www.hverfisgata/74/fjordahaed.html
Vinir þínir kvarta undan því að erfitt sé að hringja heim til þín og þú lýgur að þeim að síminn sé bilaður í stað þess að segja sannleikann: Símalínan var upptekin vegna þess að þú varst á netinu.
Gæludýrin þín hafa sína eigin heimasíðu.
Og gæludýr vina þinna.
Hundurinn þinn strýkur að heiman.
Fólk er farið að nota frasa eins og ”Get a Life” í samræðum við þig.
Vinir þínir gefa þér tóma geisladiska, DVD diska og floppy diska í afmælis- og jólagjafir.
Þú gefur kærustunni þinni USB tengdan víbrador í jólagjöf til þess að ”bæta upp fyrir tapaðar stundir.”
Þú ferð inn í lyftu og stendur sjálfan þig að því að tvísmella á takkann fyrir þá hæð sem að þú vilt.
250 gígabæta system diskurinn þinn er fullur.
Þú talar um tölvuna þína sem raunverulega persónu.
Þú setur óhreinu buxurnar í þvott og finnur þá minniskortið sem að þú varst að leita að um daginn.
Þú gerir grín að fólki sem að ekki kann að logga sig manually inn á stjórnborðið á routernum sínum.
Þú hættir öllu sem að þú ert að gera þá stundina til þess að fara online og tékka á forriti sem að þú varst að lesa um.
Þú heyrir orðið ”Windows” í sjónvarpinu og spennist allur upp en kemst síðan af því að það er verið að auglýsa gluggahreinsi.
Þú nærð í uppáhalds sjónvarpsþættina þína á netinu yfir nóttina og convertar þeim yfir á iPod format til þess að geta horft á þá á leiðinni í skólann. (Hvað ? Þetta er ekkert það nördalegt.)
Þú ert sú persóna sem að allir í vinnunni þinn leita til með tölvurnar sínar.
Þú leitar eftir iconi til þess að tvísmella á þegar að þú ætlar að opna svefnherbergisgluggann.
Það eru fleiri tölvur heima hjá þér en sá fjöldi fólks sem að býr þar.
Og þú notar þær allar.
Þú talar við meðleigjendur þína í gegnum MSN eða IRC.
Þú ert stoltur af því að vera háður tölvum og netinu.
Þú ert áskrifandi af fleiri en þremur tölvutímaritum.
Þú kaupir frekar 50 nýja skrifanlega DVD diska í stað þess að reyna að búa til pláss á harða disknum hjá þér.
Þú átt fleiri en 5 bækur sem að tengjast tölvum og netinu á einhvern hátt.
Þú getur ekki haldið úti samræðum án þess að tala um tölvur eða netið.
Þú lest bækur og ferð að leita eftir scroll takkanum.
Þú athugar hvort hægt sé að gera kaup á tölvubúnaði frádráttarbæran frá skatti.
Þú uppfærir allan hugbúnað hjá þér um leið og búið er að gefa út nýjar uppfærslur.
Jafnvel þótt að þú notir aldrei nýju fítusuna.
Eða hugbúnaðinn sem að þú varst að uppfæra.
Þú skilur ekki hvernig ósköpunum netþjónustuaðilinn þinn getur talað um 100 gígabæt sem ”ótakmarkað” niðurhal.
Þú lætur tengja tvær símalínur í íbúðina þína; aðra fyrir módemið og hina til þess að þú getir hringt eftir pizzu á meðan að þú ert á netinu.
Pickuplínan þín djamminu er: ”Hey, ertu með MSN ?”
Þú verður afbrýðisöm/afbrýðissamur ef að einhver er að reyna við manneskju sem að þú þekkir aðeins í gegnum netið.
Þú veist ekki einu sinni hvernig þessi manneskja lítur út.
Börnin þín fá Cheerios (eða eitthvað annað morgunkorn) í morgunmat, hádegismat og kvöldmat.
Maki þinn kvartar ekki undan því að þú hrjótir, heldur að þú sért að skrifa á ímyndað lyklaborð í svefni.
Þegar að einhver segir: ”Hvað sagðirðu ?” Þá svarar þú með: ”Scrollaðu upp !”
Þú slekkur ljósin og dregur fyrir gluggana til þess að fólk sjái ekki að þú ert að eyða kvöldinu fyrir framan tölvuskjáinn. Aftur.
Þú sendir jólakort með tölvupósti til allra vina þinna.
Þú lendir í tilvistarkreppu ef að einhver notar nick sem að er svipað þínu.
Þú breytir nafninu þínu á MSN svo oft að þú verður að senda vini þínum skilaboð til þess að vita hver þú ert. Á þínum eigin MSN account.
Þú sérð fram á að vera á spítala í óákveðin tíma og það fyrsta sem þú gerir er að senda öllum vinum þínum tölvupóst til þess að útskýra af hverju þú munt ekki verða online í langan tíma.
Þú loggar þig á MSN og færð um leið 10 glugga með skilaboðum.
Þú hittir manneskju sem að þú kannt ekki vel við og óskar þess að þú hefðir ignore takka.
Þú færð fráhvarfseinkenni ef að þú ert frá tölvunni lengur en klst. (Sekur.)
Þú hefur farið á kaffihús til þess eins að komast á netið og vinna að skólaverkefni. (Já, en það var í alvörunni góð ástæða fyrir því.)
Þú hefur ekki hitt marga af bestu vinum þínum. Aðeins spjallað við þá á netinu.
Þú átt kassa fullan af tölvuaukahlutum.
Þú veist ekki hversu mikið af hlutum er í kassanum.
Online ástarsamböndin þín hafa alltaf gengið betur en þau sem að þú hefur átt við einhvern í ”kjötheimum.”
Þú notar ”orð” eins og lol, rofl, brb og imho í samræðum dagsdaglega.
Þú notar frasa eins og svangur.verð.að.borða.núna@heima
Þú loggar þig inn á spjallrás og heilsar fólki með {{knús}} og **kossar**
Þú hætt(ur) að tala í heilum setningum og notar þess í stað orð eins og ”ppl”, ”dunno” og ”lemme.”
Talhólfið þitt er eitthvað á þessa leið: Ég er afk, skildu eftir ask og ég mun call u l8r.
Þig dreymir í html kóða.
Þú ert að tala í símann og notar eitthvað í líkingu við ”brb” eða ”bbl” þegar að þú þarft að bregða þér frá.
Þau kaupir allar ”for dummies” bækurnar fyrir maka þinn og börn til þess að reyna að vekja hjá þeim áhuga á tölvum.
Þú tiltekur tölvuna þína sem hluta af ástæðu á skilnaðarpappírunum.
Netþjónustuaðilinn þinn stofnar handa þér fyritækja aðgang og gulláskrift. Að þér óafvitandi.
Þú færð forrit hjá vinum þínum og kóperar yfir á harða diskinn þinn án þess að nota þau nokkurn tímann.
2 árum seinna ertu samt ekki tilbúinn til þess að eyða þeim út til þess fá meira pláss.
Þig dreymir í 256 lita palettum.
Þú tekur tölvuna með í ferðalög.
Eftir að þú varst búinn að ganga úr skugga um að það væri þráðlaust netsamband í grennd við þar sem að þið mynduð gista.
Þú keyptir ferðamódem samt sem áður. Svona til þess að vera alveg safe.
Þú notar tölvuna í ferðalögum.
Þú kannt símanúmerin hjá uppáhalds tölvubúðunum þínum utan að.
Þú þekkir starfsfólkið í þeim með nafni.
Og starfsfólkið í Nexus.
Þú biður heimilislækninn þinn að athuga hvort að hægt sé að græða 1 gígabæta minni í þig.
Þú kannt slóðina á 10 uppáhalds vefsíðunum þínum utan að.
Dagdraumarnir hjá þér snúast um aukna geymslugetu á tölvunni þinni og hraðari nettengingu.
Þú skrifar á lyklaborðið hraðar en þú hugsar.
Þú getur lesið og fylgst með þegar að kreditlistinn rennur yfir skjáinn á sjónvarpinu þínu.
Netþjónustuaðilinn þinn vísar þér á samkeppnis aðila þar sem að þú ferð yfir leyfilega getu þeirra í gagnaflutningi í hverjum mánuði.
Þú átt fleiri e-mail addressur en þú átt af skópörum.
Þú fiktar við tölvukerfið í bílnum þínum og færð út betri brennslu per kílómeter.
Þú færð krampa í fingurnar og úlnliði sökum mikillar tölvunotkunar.
Bill Gates og Steve Jobs tala um þig sem ”Their geeky friend.”
Þú ert áskrifandi að podcasti eða rss tengli fyrir fréttasíður og blogg.
Þú loggar þig af netinu og færð upp skilaboðin: ”Uptime: 72 hours, 15 min.”
Það tekur þig 10 min. að fara í gegnum bookmarks hjá þér frá byrjun til enda.
Þú kóðar heimavinnuna þína í html og gefur kennaranum þínum link á slóðina.
Þú finnur sjálfan þig í þeim aðstæðum að brainstorma eftir nýjum hlutum til þess að leita eftir á google.
Þú hefur fundið google whack.
Þú sérð reyk koma upp úr routernum þínum.
Þú horfir á kvikmynd og hugsar með þér: ”Hey ég á fontinn sem þeir nota fyrir subtitles inn á tölvunni hjá mér.”
Þú forwardar tölvupóstnum þínum yfir í símann þinn.
Þú færð nostalgíu köst í hvert sinn sem að þú heyrir minnst á Commodore 64, Sinclair, ZX-81, TRS-80, Apple 2 (eða hvaða þann tölvubúnað sem að þú ólst upp við) og þú eyðir miklum tíma og peningum í að reyna að finna eitt slíkt tæki og koma því í upprunalegt ástand.
Þú notar gleraugu með stálumgjörð.
Þú uppgvötar að þú hefur ekki notað eldavélina eða örbylgjuofninn þinn í marga mánuði en starfsfólkið á Domions heilsar þér með nafni.
Þú tékkar oftar en einu sinni á dag hversu margar heimsóknir heimasíðan þín eða bloggsíða hefur fengið.
Þú tekur það til alvarlegrar athugunar að búa til heimasíðu tileinkaða tölvunni þinni. Þá erum við ekki að tala um merkið nota bene, heldur sjálfan tölvubúnaðinn.
Þú verður niðurdreginn ef að þú færð færri en 10 tölvupósta á dag.
Þú ert þegar búinn að ákveða hvað B.A. – og masters ritgerðirnar eiga að vera um; og þú ert enn í framhaldsskóla.
Þú móðgast alltaf pínulítið ef að einhver gerir grín að Linux en þér finnst það samt sem áður pínulítið fyndið.
Þú ætlar þér að útskrifast með tvær masters gráður.
Þú verður paranoid ef að þú færð ekki allan þann tölvupóst sem að þú áttir von á – og athugar hvort að einhver hafi brotist inn á accountinn þinn.
Einhver spyr þig hversu mörg tungumál þú kannt og þú svarar án umhugsunar: íslensku, ensku, esperanto og C++.
Þú hefur eytt meira en 10 min. í að stúdera hvernig umferðaljós virka.
Og hugsar síðan með þér að þú gætir skrifað forrit sem að stjórnaði skiptingunni á mun hagkvæmari hátt.
Þú getur talað um það klukkustundum saman að eftir nokkur ár verði tölvupóstur úreltur.
Þér finnst standarnir hjá W3C ekki nógu strangir.
Þú býrð til nákvæmar teikningar af íbúðinni þinni í tölvunni áður en þú færir til húsgögnin.
Þú átt eitthvað af eftirfarandi:
USB tengdan bjórkæli (Hæ Árni!),
USB tengda PCI rauf (Hæ Dóri!),
USB tengt 56k módem (sekur),
USB tengt jólatré (sekur),
USB tengt ljós (sekur),
USB tengda viftu (Hæ Gummi!),
USB tengdan lavalampa (sekur),
USB tengdan víbrador (veit ekki um neina…. ennþá),
USB tengdan kaffikönnuhitara (sekur)
eða aðra USB tengda græju sem að ekki þjónar neinum sjáanlegum tilgangi (sekur).
Þú montar þig af USB tengdu tilgangslausu hlutunum þínum. (Hvað ?)
Þú hefur stofnað þína eigin Newsgroup.
Þú hefur eytt meiru í tölvuna þína heldur en bílinn þinn.
Það er sér Newsgroup tileinkuð þér sökum þekkingar þinnar á tölvum og internetinu.
Einhver minnist á Q Continuum og þú veist hvað það þýðir.
Nágrannar þínir bjóða þér í heimsókn eingöngu til þess að fá þig til þess að athuga tölvuna þeirra.
Þú getur átt nákvæmar samræður um tækniþekkingu á öðru tungumáli en þínu eigin.
Þú ert á póstlista hjá Computer.is, Task.is, BT.is og Tölvulistinn.is.
Það böggar þig að ég skuli hafa notað ö í vefslóð hérna fyrir ofan.
Þú veist hvernig AppleTalk Networks virkar.
Þú notar Linux.
Eða Mac.
Þú getur átt nánast ástríðufullar samræður um af hverju það sé betra að nota Linux en Windows og hvaða Linux útgáfa sé sú besta.
Svefn og martraðir hafa misst samhengi sitt.
Þú gerir ráðstafanir til þess að tryggja að þú sért í e-mail sambandi hvar sem að þú ert staddur/stödd.
Þú heyrir orðið ”Microsoft” og byrjar undir eins að froðufella af reiði.
Þú veist um USENET underground grúppur.
Þú verður virkilega spennt/ur þegar að þú sérð heimsóknir á heimasíðuna þína frá fólki sem að býr erlendis þar sem að netaðgangur er takmarkaður.
Þú skilar ekki af þér verkefni öðruvísi en að búið sé að fara yfir þá á samþykktu ritvinnslu forriti.
Þér finnst fyrir neðan þína virðingu að nota OpenOffice.
Sérstaklega í ljósi þess að þú ert að beta testa Office 2007 frá Microsoft.
Þú býrð til heimasíðu um heimasíðuna þina.
Þú kyssir skjáinn þinn í hvert sinn sem að þú heimsækir heimasíðu þess sem að þú elskar.
Þú mannst vefslóðir betur en símanúmer.
Þú eyðir mörgum klukkustundum í að betrumbæta og gera vinnuumhverfið í tölvunni sem að þú ert að í þannig að það henti þínum þörfum; jafnvel þó að þú munir einungis vinna á henni í einn dag. En þér dettur ekki í hug að eyða tveimur tímum í að laga skyrtuna þína.
Þú vinnur best eftir klukkan 11 á kvöldin.
Þú vinnur í byggingu þar sem að þú verður að nota persónuskilríki til þess að komast á milli hæða.
Þú reiknar út líkurnar á því að þú náir í bílastæðið næst innganginum þar sem sem að þú býrð, tekur inn í útreikningana þætti eins tíma, veður, árstíð, rakastig o.s.fr. og þú hefur rétt fyrir þér í 80% tilvika.
Þú saknar Nýjasta Tækni og Vísindi.
Þú horfir á Kastljósið og reiknar það út að þeir noti sama forrit til þess að klippa þáttinn til og þú notar heima hjá þér.
Þú finnur þetta út með að stúdera skiptingu á römmum á milli atriða og hljóðblöndunina.
Þú getur talið góðar Hakkara / Tölvu nörda kvikmyndir á fingrum annarar handar.
Þú verður reið/ur þegar að einhver talar um að The Net með Söndru Bullock hafi nú ekki verið það slæm.
Þú hefur keypt statíf undir númeraplötuna á bílnum þínum með heimasíðunni þinni og e-mail addressu á.
Þú gengur inn í Pennan Eymundsson í Austurstræti og ferð rakleiðis að rekkanum með tölvutímaritin.
Þú byrjar nánast að froðufella þegar að einhver talar um þá upplýsingagátt sem að alnetið er.
Þú raðar geisladiskunum þannig að þeir séu ekki á hvolfi, eftir stafrófsröð eða eftir því hvaða útgefanda er um að ræða. Ef að þú notar einhverjar fleiri aðferðir en þessar þá flokkastu sem súper nörd.
Þú horfir á Star Trek.
Þú skilur ofangreindar setningar.
Jón Hnefill
Ktm táknar hýr,vekur hjá mér nýjan grun, og ég veit þeir vilja reyna þessar stundir bara gleyma, svo miklu en trúi ég (8) ;D