Vert umhugsunarefni:
Hvað eru fiðrildi með í maganum þegar þau eru
ástfangin?
Hvers vegna eru hermenn í borgarastyrjöldum?
Af hverju er síðasti söludagur á sýrðum rjóma?
Hvað telja kindur þegar þær geta ekki sofnað?
Eru haldin kaffihlé í teverksmiðjum?
Af hverju kallast maður sem talar dónalega við
konu karlrembusvín, en fær kona sem talar dónalega
við karlmenn borgað á mínútuna?
Hver er hraði myrkursins?
Af hverju nota kamikazeflugmenn hjálm?
Af hverju er framleitt Whiskas með kjúkling, Whiskas með nautakjöti, Whiskas með fiski en ekki Whiskas með mús?
Er fullur tölvudiskur þyngri en tómur?
Ef geðklofi hótar að fremja sjálfsmorð, kallast það þá gíslataka?
Af hverju svarar símsvarinn aldrei þegar hann er spurður?
Ef maísolía er gerð úr maís og olívuolía úr olívum, hvernig er því háttað með barnaolíuna?
Ef sund er gott fyrir handleggi og fætur, af hverju eru fiskar með hvorugt?
Af hverju eru seldar sígarettur á bensínstöðvum þegar það er bannað að reykja þar?
Ef bannað er að aka bíl drukkinn, af hverju eru þá bílastæði við bari og kaffihús?
Hvernig kemst bílstjóri sanddreyfibíls í vinnuna á morgnana?
Ef ekkert festist við Teflon-húð, hvernig er hún þá fest við pönnuna?
Fá fiskar, eins og fólk, krampa ef þeir fara í sund strax eftir matinn?
Hvað kallast plastið sem er á endum skóreimanna þinna?
Af hverju er hægt að læsa búð sem er opin 24 klst 365 daga á ári?
Svarti kassinn í flugvélum lifir öll slys af, af hverju er flugvélin sjálf ekki gerð úr sama efni?
Eru vegvísar til blindraskólans á blindraletri?
Hver fann upp á að mjólka kýr og hvað hélt hann að hann væri að gera þegar hann byrjaði á því?
Af hverju finnur maður alltaf bara einn skó í vegarkantinum?
Hvað verður um gúmmíið sem slitnar af hjólbörðum?
Til hvers eru hvítu hálfmánarnir á nöglunum þínum?
Brauðsneið dettur alltaf þannig að smjörið lendir á gólfinu…..Hvað myndi gerast ef maður myndi binda brauðsneið á bakið á ketti og láta köttinn detta?
Fiðrildi geta bragðað með fótunum.
Kvak andar bergmálar ekki og enginn veit hvers vegna.
Á tíu mínútum leysir fellibylur meiri orku en er öllum kjarnorkuvopnum í heiminum samanlagt.
Að meðaltali er fólk hræddara við köngulær en dauðan. 90% af leigubílunum er ekið af nýkomnum innflytjendum. 35% af fólki sem notar persónuauglýsingar í dagblöðum fyrir stefnumót eru gift.
Fílar eru einu dýrin sem geta ekki hoppað.
Aðeins 1 af hverjum 2 milljörðum munu lifa til 116 ára aldurs.
Það er mögulegt að leiða kýr upp stiga en ekki niður.
Konur blikka augunum næstum tvöfalt oftar en karlar.
Það er líkamlega ómögulegt að sleikja olnbogan á sjálfum sér.
Snigill getur sofið í 3 ár.
Ekkert orð í ensku rímar við “month”.
Augun á okkur eru alltaf jafn stór frá fæðingu, ! en nefið og eyrun hætta aldrei að vaxa.
Allir snjóbirnir eru örvhentir.
Forn-egypskir prestar plokkuðu ÖLL hár af líkamanum, líka augnbrúnirnar og augnhárin.
Augun í strútum eru stærri en heilinn í þeim.
TYPEWRITER er lengsta orðið sem hægt er að skrifa með aðeins einni röð á lyklaborðinu.
Krókódílar geta ekki rekið tunguna út.
Sígarettukveikjarinn var fundinn upp á undan eldspýtunum.
Ameríkanar borða að meðaltali 18 ekrur af pizzu hvern einasta dag.
Næstum allir sem lesa þetta bréf munu reyna að sleikja á sér olnbogan. Þú reyndir að sleikja á þér olnbogan, er það ekki?
_____________________________________
Einu sinni var gömul kona að ganga niður götu með tvo troðfulla ruslapoka. Lögreglumaður stóð þarna rétt hjá og tók eftir því að það var gat á öðrum pokanum og 5000 kr seðlar flugu úr pokanum endrum og eins.
eitthvað fannst honum þetta dulafullt og gekk upp að konunni
'góðann daginn væna mín' sagði hann ‘hefur þú tekið eftir því að það eru 5000 kr seðlar fjúkandi úr pokanum þínum?’
konan stoppar og lítur bak við sig og sér seðlana á víð og dreif um götuna
'Æ þakka þér fyrir væni minn' stundi í konunni ‘Ég ætti nú að drífa mig í að taka þá upp’
En þegar hún ætlar að leggja af stað að týna upp seðlana stöðvar lögregluþjónninn hana ‘Engann asa væna mín, hvernig stendur eiginlega á því að þú ert með fullann rusapoka af fimm þúsund köllum? varstu að ræna banka?’
Gamla konan brosti ‘nei það gerði ég nú ekki en það vill svo til að bak við garðinn minn er stór fótboltavöllur og alltaf þegar mikilvæg mót eru í gangi að þá koma oft ungir menn og míga í blómabeðin hjá mér svo ég tók upp á því að standa þarna með garðklippurnar og segja ’5000 kr. eða ég klippi hann af'
'jahá.. þetta er áhugaverð hugmynd' sagði lögregluþjóninn hugsi ‘..en hvað ertu með í hinum pokanum?’
'Það eru ekki allir sem borga…'
_________________________________________
Kona var gangandi meðfram strönd þegar hann gekk framhjá lampa í fjöruborðinu.
Tekur hún lampann upp og strýkur utanaf honum þangið, allt í einu stígur upp mikil reikur úr lampanum og áður en konan veit af stendur andi fyrir framan han !
“Ég þakka fyrir frelsunina og í staðinn færði eina ósk”
“eina ósk? afhverju ekki þrjár?!” þráttar konan
“Sökum miklar verðbólgu í andaheiminum sjáum við okkur bara fært um að veita hverjum þeim sem finnur lamba einungis eina ósk” svar andinn þreyttur
Konan friðast við þetta og hugsar sig um.
Svo dregur hún kort upp úr vasanum og segir við andann
“þetta er kort af iðnríkjunum, þriðjaheims ríkjunum og öllum fátæku ríkjunum hér á jörðinni, ég óska þess að þar muni ríkja friður og allir munu fá nóg að bíta og brenna um alla eilífð”
Andanum bregður nú við en segist því miður ekki geta veitt þessa ósk því hún sé svo stór og verðbólgan í andaheiminum veitir þeim aðeins vissa krafta og þeir sem hann hefur eru alls ekki nógu miklir í þessa stóru ósk og biður konuna um að velja sér einhverja aðra
Hún dæsir en segir svo “ok, ég óska mér hins fullkomra karlmanns, manns sem mun elska mig og virða, mann sem vill frekar eyða tíma með mér í búðum heldur en að horfa á fótboltann og sé sammála mér um allar breytingar á heimilinu og mun alltaf minna mig á það hvað ég sé falleg og hversu mikið hann elskar mig”
Andinn þegir um stund, svoldið fýldur á svip en segir svo eftir langa þögn
“sýndu mér aftur þetta fjandans kort!”
___________________________________________
Og myndina setti ég sem svar við skítkasti :)