Ég veit ég ekki hvort þið hafið heyrt þennan, No flames!!!
—-

Maður nokkur fór að venja komu sína á ákveðinn bar hér í bænum. Hann fór fljótt að taka eftir öðrum manni sem stóð daglega við barinn með pínulítinn hest í fanginu. Þetta vakti forvitni okkar manns sem gekk til mannsins með hestinn og spurði: “Af hverju kemurðu alltaf með þennan fáránlega litla hest hérna inná barinn?” Maðurinn með hestinn leit á hann og sagði: “Til þess að fá svar við þessu þá verðuru að koma heim með mér”. “ Til er ég”, sagði okkar maður og fylgdi hinum heim. Maðurinn með hestinn nauð honum inn í stofu. Þar gekk hann að skáp og tók út úr honum eldgamlan Aladdin-lampa. Hann byrjaði að nudda lampann, og sjá! upp úr lampanum steig andi. Alveg eldgamall andi. Maðurinn sagði: “Þú átt eina ósk. Þú mátt óska þér hvers sem þú vilt en ég ítreka að þú átt bara eina ósk”. hinn var ekki lengi að hugsa málið og sagði: “Ég vildi óska þess að vasarnir mínir væru alltaf fullir af peningum!” Og viti menn! Vasarnir hans bólgnuðu útþ Hann stakk höndunum æstur ofan í vasana, fyllti lúkurnar og sýndi hinum. “Sjáðu”. sagði hann og opnaði lófana. EN! Lúkurnar voru fullar af teningum. “Já en ég bað um peninga en ekki teninga!” Kveinaði okkar maður við manninn með litla hestinn. “Heldurðu virkilega”, sagði hinn, “að ég hafi beðið im þrjátíu sentimetra langt trippi?”