Ljóska fer í atvinnuviðtal á skrifstofu. Maðurinn sem tekur viðtalið ákveður að byrja á þv´að kynnast henni aðeins. “Jæja, góða, hvað ertu svo gömul?” Ljóskan telur fingurna á sér vandlega áður en hún svarar “Umm…22.” Maðurinn ákveður að prófa aðra einfalda og spyr “Og hvað ertu há?” Ljóskan stendur upp og dregur fram málband úr töskunni. Hún stígur á annann endann og dregur málbandið að höfðinu á sér. Hún kíkir á bandið og tilkynnir stolt, “172 cm.” Manninum er hætt að lítast á blikuna þannig að hann fer í algera grunnspurningu og spyr hana um nafn. Ljóskan hreyfir höfuðið fram og til baka í 15 sekúndur og umlar eitthvað með sjálfri sér áður en hún svarar “Elva Dögg”. Maðurinn er alveg úti á túni þegar hér er komið sögu og getur ekki stillt sig um að spyrja hana hvað hún hafi eiginlega verið að gera þegar hún var beðin um nafn.
“Ó, það” svarar ljóskan, “ Ég var bara að renna í gegnum þarna lagið þú veist, hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag….”
******************************************************************************************