Jónas var ungur sendur í sumarbúðir sem höfðu það orð á sér að aga unga og óstýriláta pilta og gera úr þeim nýta þjóðfélagsþegna. Þetta gerðu þeir með því að nota þær þjálfunaraðferðir sem notaðar eru í herjum nágrannalandanna.

Á meðan Jónas var í sumarbúðunum gerðist það að amma hans dó og nú þurfti að koma fréttunum til hans. Flokksforingi hans var settur í djobbið. Þetta var ákveðinn maður og sterkur, en átti frekar erfitt með að sýna nærgætni. Hann lét því alla piltana sem undir hans stjórn voru raða sér í eina röð og öskraði síðan: “Allir sem eiga ömmu á lífi gangi eitt skref áfram! JÓNAS!!! HVERT ERT ÞÚ AÐ FARA!?!?!?!”
******************************************************************************************