Jónas og Guðmundur fóru á gæsaveiðar. Þeir tóku skotfæri, riffla, haglabyssur og Snata, hundinn hans Jónasar.

Eftir langa bið sáu þeir hvar flokkur gæsa kom fljúgandi. Þeir rifu upp skotfærin og skutu af öllum lífs og sálar kröftum. Að lokum hitti Jónas eina gæs, en hún datt út í mitt vatn sem var þarna nálægt. “Sjáðu þetta, Guðmundur,” sagði hann. “Snati! Sæktu gæsina!”. Snati tók viðbragð, hljóp niður að vatninu og síðan út á það. Í stað þess að synda þá hljóp hann á vatninu þar til hann kom að gæsinni. Hann tók hana í skoltinn og hljóp með hana að landi og til Jónasar. Þar lét hann gæsina detta við fætur húsbóna síns og fékk klapp að launum.

“Sástu þetta?” sagði Jónas.

“Já,” sagði Guðmundur, “hundurinn þinn kann ekki að synda!!”
******************************************************************************************