Jónas og tveir vinir hans, Guðmundur og Magnús, voru handteknir í Frakklandi og dæmdir til dauða. Þeir fengu að velja um það hvort þeir vildu láta hengja sig eða setja sig í fallöxina.

Guðmundur var fyrstur og hann valdi fallöxina. Þegar kippt var í spottann þá byrjaði blaðið að falla, en stoppaði þegar það var komið lang-leiðina niður. Samkvæmt hefðinni var dómurinn sagður fullnustaður og Guðmundi var sleppt. Magnús valdi líka fallöxina og þegar kom að því að taka hann af lífi gerðist alveg það sama, svo honum var líka sleppt. Nú var Jónas spurður hvort hann vildi láta hengja sig eða fara í fallöxina og hann sagði “Ég vel hengingu. Helvítis fallöxin virðist ekki virka neitt!”
******************************************************************************************