Jónas fór eitt sinn í veiðitúr með tveim guðsmönnum, sem skulu ekki nefndir hér, frekar en að annar skal kallast Herra ÓS en hinn Séra FK.

Þeir héldu á árabáti út á mitt vatn og sátu síðan í makindum og dorguðu í sólskininu.

Nú gerðist það að náttúran kallaði Herra ÓS, svo hann afsakaði sig við félaga sína, sté út úr bátnum, gekk upp á land og fór þar á bakvið stein til að ganga erinda sinna. Að þeim loknum gekk hann aftur út að bátnum, steig um borð og hélt áfram að dorga.

Séra FK þurfti einnig að ganga erinda móður náttúru. Hann afsakaði sig, steig út úr bátnum, gekk upp á land og gerði sín stykki bakvið stein. Að því loknu gekk hann aftur út að bátnum, steig um borð og hélt áfram að dorga.

Nú varð Jónasi mál. Hann stóð upp, steig út úr bátnum og sökk til botns. Þá leit Séra FK upp og sagði rólega við Herra ÓS: “Sagðir þú Jónasi ekki frá sandrifinu?”
******************************************************************************************