Engel var hjá sálfræðingnum sínum, fram úr hófi áhyggjufullur. “Ég er orðinn einhvers konar skeppna eða skrýmsli,” sagði hann. “Konan mín er svo hrædd við mig að hún þorir ekki að opna munninn á meðan ég er nálægur og hún gerir hvað sem ég segi henni í lotningarfullri undirgefni. Og tengdamóðir mín – sem er búin að búa hjá okkur í níu ár – hún fór með allt sitt hafurtask um daginn og sagðist aldrei koma inn í húsið okkar á meðan ég væri þar.”

Sálfræðingurinn hnyklaði brýrnar í góða stund í faglegum þönkum. “Ég hef aðeins tvær spurningar,” sagði hann. “Getur hver sem er gert þetta, og hvað viltu mikið fyrir leyndarmálið?”
******************************************************************************************