Hér eru nokkrir brandarar sem ég fann á andrésblöðum. Ég vil taka það fram að ég er aðeins 10 ára þannig að stafsetningin er kannski ekki alveg í lagi ekki í lagi.
-Ég var að taka bílpróf í gær.
-Einmitt það. Stóðstu prófið?
-Ég veit það ekki ennþá. Prófdómarinn er víst ennþá í taugaáfalli.
Maggi: - Ég ætlaði að láta hundinn minn heita Ólaf Ragnar en mamma vildi ekki leyfa mér það. Hún sagði að það væri móðgun við forsetann. Þá ákvað ég að nefna hann eftir þér en mamma leifði það ekki heldur!
Davíð: - Gott hjá henni!
Maggi: - Já , hún sagði að það væri móðgun við hundinn.
- Mamma, litli bróðir er með ofsalega viðkvæm eyru!
- Af hverju segirðu það?
- Jú hann fer að hágráta í hvert sinn sem ég toga í þau.
Tveir inbrotsþjófar að tala saman:
-Af hverju hefurðu bílinn þinn bláann öðru meginn en hvítan hinum megin?
-Til þess að vitnunum beri ekki saman!
Ari kallar til mömmu sinnar
-Mamma það er maður hérna frammi sem er að safna fyrir elliheimili, Á ég að gefa honum ömmu?
Hvað sagði mjói fiskurinn við feita fiskinn?
-Farðu frá fiskibollan þín!
Á veitingastaðnum
Gestur:-Hvaða vín eru í boði?
þjónn:-rauðvín og hvítvín
Gestur:-Skiftir engu máli,
Ég er hvort sem er litblindur
Lítil stelpa.-Góðan daginn, ég ætla að fá einn poka af fuglafræjum.
Afgreiðlumaður:-Hvað áttu marga fugla,
vina mín?
Stelpan:-Engan ennþá, en ég
er að fara að gróðusetja
Presturinn:-Hlustar þú nokkuð á samvisku þína?
Palli : - Nei á hvaða rás er hún?
Finnst ykkur það vera eyðslusemi að nota litfilmu þegar tekin er mynd af sebrahesti?
Hvað er verra en skjaldbaka með innilokunarkennd?
-Þúsundfætla með líkþorn!
- Hvað er líkt með flugvél og nærbuxum?
- í neyð þurfa þær báðar að fara niður!
- Hvers vegna lagðiru engin hnífapör við diskin hans jóa frænda?
- Ég hélt að hann þyrfti engin, þú sagðir að hann æti eins og svín!