Ég skrifa þetta bréf mjög hægt vegna þess að ég veit að þú lest ekki hratt.
Við búum ekki lengur þar sem við bjuggum þegar þú fluttir að heiman.
Pabbi þinn las nefnilega í blaðinu að flest slys gerast innan 30 kílómetra
frá heimilinu, svo við fluttum. Ég get ekki sent þér heimilisfangið okkar
vegna þess að fjölskyldan, sem bjó hér síðast, tók húsnúmerið með sér svo
að þau þyrftu ekki að breyta heimilisfanginu.
Húsinu fylgdi þvottavél. Fyrsta daginn þvoði ég fjórar skyrtur, togaði í
handfangið og síðan hef ég ekki séð þær.
Það rigndi bara tvisvar í síðustu viku, fyrst í þrjá daga og síðan í fjóra.
Mannstu eftir frakkanum sem þú baðst mig um að senda þér. Hann er kominn
í póst en Stína frænka sagði að að yrði svolítið dýrt að senda hann svo að
við klipptum allar þungu tölurnar af frakkanum og settum þær í vasann.
Systir þín fæddi barn í morgun. Ég veit ekki enn hvort hún átti svo ég
veit ekki hvort þú ert frændi eða frænka. Jæja það eru ekki fleiri fréttir
í bili.
Ástarkveðjur, mamma.
PS Ég ætlaði að senda þér smá aur en var búin að loka umslaginu.
******************************************************************************************