Verkfræðingur dó og stóð fyrir framan Lykla Pétur, sem leit í bækur sínar og sá ekki minnst á verkfræðinginn þar og sagði við hann “þetta eru einhver mistök þú átt ekki að vera hér, þú ferð niður til Helvítis” Verkfræðingurinn fer niður, og eftir smá tíma fer honum að mislíka aðbúnaðinn þar og tekur sig til við að dytta að hlutum… smíðar loftkælingu, lyftur og hvaðeina. Þetta vekur mikla lukku þar neðra og Kölski hinn ánægðasti með hinn nýja vistmann. Stuttu seinna hringir Guð í Kölska og spyr frétta, segir þá Kölski honum að það sé bara allt frábært að frétta. Verður Guð nú hissa því Kölski hafði ekki verið svona glaður í bragði áður og spyr hversvegna hann sé svo glaður… Kölski segir honum af loftkælingunni og lyftunum sem verkfræðingurinn hafi smíðað. Þá bregst Guð ókvæða við, “eru ÞIÐ með verfræðing ?” “Já” - segir Kölski “Þetta eru mistök. Sendu hann upp STRAX!” - Segir Guð “Kemur ekki til greina” - segir Kölski “Ef þú sendir hann ekki upp strax, fer ég í mál við þig!” - Segir Guð Kölski veltist um af hlátri og spyr “og HVAR ætlaru svo að fá lögfræðing ??”
******************************************************************************************