Jónas tók Guðmund vin sinn á gæsaskytterí. Guðmundur hafði aldrei farið á skotveiðar áður, svo Jónas var að reyna að ganga svolítið í augun á honum.

„Hey, sástu þennan?“ spurði Jónas allt í einu þar sem þeir gengu varlega í áttina að túninu þar sem gæsirnar biðu.

„Nei, hvað?“ spurði Guðmundur

„Það flaug örn hérna rétt yfir okkur,“ sagði Jónas.

„Vá!“ sagði Guðmundur

Nokkrum mínútum seinna sagði Jónas „Sástu þessa?“

„Hvað?“ spurði Guðmundur.

„Ertu blindur?“ sagði Jónas. „Það röltu tveir refir hérna framhjá okkur, svo nálægt að ég hefði getað snert þá!“

„Ó!“

Nokkrum mínútum síðar segir Jónas „Sástu þessa?“

Nú var Guðmundur búinn að fá nóg, svo hann svaraði „Já, auðvitað sá ég þessa.“

„Af hverju steigstu þá í hana?“
******************************************************************************************