Smá saga handa ykkur, nokkuð góð!!!!!!!!!!!!!!
Einn góðan veðurdag kom eiginmaðurinn heim frá vinnu og brá heldur
við, því allt var í rúst. Börnin þrjú voru að leika sér útivið í leðjunni, í náttfötunum einum fata, með allskonar umbúðir utan af mat og innihald í kringum sig. Dyrnar á bíl eiginkonunnar voru opnar og eins útidyrnar á húsinu.
Hann fór inn og þar var enn meira óreiða.
Lampi lá á hliðinni, sjónvarpið var stillt hátt á teiknimyndastöð og í dagstofuni voru hrúgur af leikföngum og barnafatnaði. Í eldhúsinu var vaskurinn fullur af óheinu leirtaui, morgunverðinum hafði verið dreift um borðið og gólfið, hundamatur um allt gólf, brotið glas var undir borðinu og sandhrúga var rétt fyrir innan bakdyrnar.
Eiginmaðurinn var nú orðinn verulega áhyggjufullur, hljóp upp stigann þar sem hann klofaði yfir leikföng og fatnað og leitaði að eiginkonu sinni.
Hann taldi víst að hún væri veik eða slösuð en þess í stað lá hún í rúminu og las bók í góðu yfirlæti. Hún leit upp þegar hann kom inn, brosti til hans og spurði hann hvernig dagurinn hefði gengið hjá honum? Hann horfði á hana steini lostinn og spurði hvað hefði komið eigilega fyrir.
Hún brosti fallega og svaraði: ,,Sko, þú spyrð mig alltaf að því á hverjum degi hvað í ósköpunum ég hafi að gera allan daginn.
Í dag gerði ég ekki neitt.