Þegar Jónas var kominn á efri ár ætlaði hann að gifta sig í annað
sinn. Hann hafði áhyggjur af því að þetta gæti gert honum einhvern
miska, og því fór hann til læknis síns og spurði hann ráða.
“Hvað ertu orðinn gamall, Jónas minn?” spurði læknirinn.
“65 ára,” segir hann. “Hvaða ráðleggingar geturðu gefið mér,læknir?”
“Eina heilræðið sem ég get gefið þér,” sagði læknirinn, “er að fá
inn leigjanda.” Með það fór Jónas aftur heim.
Fimm mánuðum seinna hittast þeir aftur, Jónas og læknirinn.
“Sæll Jónas, hvernig hefur konan þín það?” spurði læknirinn.
“O, jú, þakka þér fyrir,” sagði Jónas, “hún er nú orðin ólétt.”
“Jæja,” sagði læknirinn, “er það, já! Ég skil! En leigjandinn?”
“Jú, þakka þér fyrir, hún er ólétt líka.”