Eiginmaðurinn hafði legið meira og minna í dái í nokkra mánuði
fársjúkur en af og til komist til rænu.
Eiginkonan var við sjúkrabeð mannsins upp á hvern einasta dag.
Dag einn þegar eiginmaðurinn komst til meðvitundar um stund gaf hann konu sinni bendingu um að koma nær sér.
Og þegar hún hafði sest hjá honum hvíslaði hann að henni
tárvotum augum:
Veistu hvað?
Nei, hvað er það væni minn?
Þú hefur gengið gegnum öll erfiðleikatímabil lífs míns með mér…
Þegar ég var rekinn varstu til staðar að styðja mig…
Þegar atvinnureksturinn misheppnaðist varstu stoð mín og stytta…
Þegar var skotið á mig varstu við hliðina á mér….
Þegar við töpuðum húsinu varstu á þínum stað og þegar heilsan fór að bila varstu enn við hlið mér….
Veistu hvað?
Nei hvað, kæri minn, sagði hún brosandi um leið og hún fann hjarta
sitt fyllast hlýju.
“Ég held þú færir mér ógæfu…”