Jónas í vekindalefi Yfirstjórn fyrirtækisins var óð. Þeir höfðu komist að því að starfsmennirnir voru farnir að misnota veikindaleyfin harkalega. Allir starfsmenn voru kallaðir á fund með stjórmninni og þar var þeim lesinn pistillinn.

Starfsmennirnir vildu alls ekki kannast við það að þeir væru að misnota veikindaleyfin, þó að sumir hverjir væru örlítið niðurdregnir, sérstaklega stúlkurnar á skrifstofunni. Til að sanna sitt mál dró forstjórinn upp Moggann frá því daginn áður og þar á íþróttasíðunum var stór mynd af Jónasi þar sem hann hafði unnið golfmót með ótrúlega lágu skori.

„Þessi maður,“ þrumaði forstjórinn, „ hringdi í fyrradag og sagðist vera veikur!“

Þögnin í salnum var þrúgandi þar til Guðmundur sagði stundarhátt „Vá maður, hvaða skor ætli hann hefði geta fengið ef hann hefði ekki verið veikur?“
******************************************************************************************