Nú þegar haustið er komið og haustþunglyndið byrjar að gera vart við sig er alveg lífsnauðsynlegt að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera.Gallinn er bara sá að maður er búinn að prófa allt sem hér er boðið upp á. Það er gaman að djamma um helgar, en ekki alltaf - því miður. Það er ágætt að fara á bíó ef verið er að sýna eitthvað almennilegt, en slíkt gerist alltof sjaldan. Sjónvarpið er yfirleitt hundleiðinlegt, og hver hefur virkilega ánægju af að horfa á vídeó nema í tíunda hvert skipti?
Hvað er þá hægt að taka sér fyrir hendur? Jú, ýmislegt. Eins og
t.d. að fara í lyftu, helst þar sem margir eru. Í stutta stund er lyftan afmarkað svæði; hún er lokað rými þar sem allir verða að þola alla í óbærilegri nálægð.
Þessi nálægð getur þó líka verið spennandi. Prófaðu bara eitthvað
af þessum ráðum hér fyrir neðan og sjáðu hvað gerist…
1. Hermdu eftir kappakstursbíl í hvert skipti sem einhver kemur
inn í lyftuna. Hermdu svo eftir sírenum þegar einhver fer út henni.
2. Snýttu þér og sýndu hinum í lyftunni vasaklútinn.
3. Grettu þig um leið og þú lemur þig í höfuðið. Muldraðu svo: “Æ,
þegiði þarna öll. ÞEGIÐI!”
4. Reyndu að selja einhverjum smákökur í lyftunni.
5. Vaggaðu þér í takt við lyftuna. Láttu þig svo rekast í vegginn
og hnígðu á gólfið.
6. Rakaðu þig.
7. Opnaðu rifu á skalatöskuna þína eða handtösku, kíktu þar inn og
hvíslaðu nægilega hátt til að hinir heyri: “Ertu með nóg loft
þarna inni?”
8. Stattu þögul(l) og hreyfingarlaus í horni lyftunnar með andlitið
upp að vegg.
9. Þegar lyftan er að nema staðar á hæðinni þar sem þú ætlar út,
taktu þá æðiskast og reyndu af alefli að opna dyrnar með höndunum. Vertu svo vandræðalegur á svipinn þegar dyrnar opnast af sjálfu sér.
10. Hallaðu þér upp að næsta manni eða konu og
hvíslaðu:“Bókasafnslöggan er á leiðinni!”
11. Heilsaðu öllum innilega með handabandi sem koma inn í lyftuna.
Biddu þá um að kalla þig Aðmírál.
12. Klóraðu þér viðstöðulaust og hóstaðu ofsalega á meðan.
Geiflaðu svo vörunum og láttu sem að þú sért að umbreytast í apa.
13. Gerðu jógaæfingar.
14. Starðu á einhvern í lyftunni, glottu fáránlega og segðu svo
hátt:“Ég er í nýjum sokkum!”
15. Dreifðu áróðursbæklingum frá Vottum Jehóva.
16. Mjálmaðu af og til. Geltu svo illilega og leiktu kött sem
verið er að murka líftóruna úr.
17. Segðu hinum farþegunum að þú þorir að veðja að þú komir heilli
krónu fyrir inní nefinu á þér.
18. Grettu þig og muldraðu í hálfum hljóðum: “Ah, mér er svo mál,
mér er svo mál!” Svo skaltu stynja, líta vandræðalega í kringum þig og segja:“Úps!”
19. Sýndu hinum farþegunum sár sem þú hefur fengið og spurðu þá
hvort þeir haldi að það sé nokkuð byrjað að grafa í því.
20. Syngdu “Það er leikur að læra” á meðan þú ýtir stjórnlaust á
takkana.
21. Æptu “í fallhlífarnar!” í hvert skipti sem lyftan fer niður á
við.
22. Vertu með kælitösku sem á stendur stórum stöfum: “Mannshöfuð”.
23. Starðu á einhvern í lyftunni í smá stund, og segðu síðan: “Þú
ert einn af ÞEIM!” Færðu þig svo eins langt frá viðkomandi og þú
getur.
24. Þegar lyftan fer upp, taktu þá fram blokkflautu og spilaðu
sálminn “Hærra, minn Guð, til þín”.
25. Ropaðu. Segðu síðan: “Ahhh…þetta var gott!”
26. Vertu með leikbrúðu og spurðu farþegana “með búktali” hvort þú
megir ýta á takkana fyrir þá.
27. Æddu inn í lyftuna rennandi blaut(ur) í baðslopp og með
handklæði um höfuðið. Hristu höfuðið og muldraðu eitthvað um það að
eiginkonur/eiginmenn þurfi alltaf að koma á versta tíma.
28. Reyndu að fá hitt fólkið til að syngja með þér “Meistari
Jakob” í keðjusöng.
29. Þegar þögn ríkir í lyftunni, líttu þá í kringum þig og spurðu
einhvern: “Var þetta bíp-tækið þitt?”
30. Segðu “Ding!” á hverri hæð.
31. Syngdu hástöfum. Berðu þér svo á brjóst og líktu eftir
þokulúðri.
32. Segðu: “Hvernig ætli þessi virki?” og ýttu á rauða hnappinn.
33. Komdu með hlustunarpípu. Hlustaðu veggi lyftunnar.
34. Teiknaðu ferhyrning með krít á lyftugólfið. Tilkynntu hinum að
innan hans sé “þitt svæði”.
35. Komdu með stól.
36. Fáðu þér bita af samloku og segðu svo við einhvern í lyftunni:
“Vi’tu sjá hva’ é e me’ í mu”i’ um á mé’?”
37. Blástu sápukúlur.
38. Segðu með djöfullegri röddu: “Grrr! Betri líkama! Ég verð að
finna mér betri líkama!”
39. Vertu með teppi og haltu dauðahaldi í það. Breiddu það svo
yfir höfuð þitt þegar hinir horfa á þig.
40. Hermdu eftir sprengju í hvert sinn sem einhver ýtir á takka.
41. Vertu með sólgleraugu sem á stendur “Röntgengleraugu”. Horfðu
svo stíft á fólkið í lyftunni og glottu dónalega. Blístraðu.
42. Starðu á þumalputtann á þér og segðu: “Svei mér þá… hann er
að stækka.”
43. Ef einhver kemur óvart við þig, láttu sem þér bregði
ofboðslega og öskraðu af öllum lífs og sálarkröftum: “Snertu mig ekki! Snertu mig ekki!”
44. Komdu með vatnsbyssu og sprautaðu á skó hinna í lyftunni.
45. Burstaðu ósýnilegar pöddur af handleggjum þínum og gargaðu:
“Ógeð! Ógeð! Takið þessi ógeð af mér!”
46. Hlæðu geðveikislega í nokkrar sekúndur. Stoppaðu svo
skyndilega og horfðu á hitt fólkið í lyftunni eins og það sé eitthvað skrýtið.
47. Taktu upp merkipenna og teiknaðu skripamyndir af hinum
farþegunum á lyftuveggina.
48. Þegar lyftan fer upp, hoppaðu þá eins hátt og þú getur. Lentu
svo með miklum dynk. Endurtaktu þetta nokkrum sinnum og öskraðu:
“Niður! Fjandinn hafi það, ég sagði NIÐUR!”
49. Skjóttu upp kryppu í einu horninu og urraðu ógnandi á þá sem
koma inn í lyftuna.
50. Fitjaðu upp á nefið og þefaðu út í loftið nokkrum sinnum.
Lyktaðu svo varlega af manneskjunni sem stendur næst þér. Grettu þig síðan og færðu þig eins langt frá og þú getur.

Vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi sem er hægt að leika sér að í lyftuferðum annars má bara gera eitthvað sem maður dettur í hug hverju sinni.
Góða skemmtun :)))))