Dag einn kom yfirlæknirinn til þeirra og sagði þeim að hann ætlaði að setja þá í smá próf og ef þeir stæðust prófið, þá mættu þeir fara, en ef þeir féllu á prófinu, þá yrðu þeir að vera á hælinu í fimm ár í viðbót.
Þeir samþykktu allir þrír að fara í þetta próf og læknirinn vísaði þeim á innisundlaug hælisins. Sundlaugin var alveg þurr, ekki dropi af vatni í henni. Nú fór læknirinn með sjúklingana þrjá upp á dýfingarpallinn, í um 15 metra hæð.
Læknirinn sagði við Friðþjóf „Stökktu!“ og Friðþjófur stökk án þess að hika. Hann endaði á botninum á sundlauginni með báða handleggi mölbrotna.
Læknirinn skrifaði eitthvað hjá sér á klemmuspjaldið sem hann var með, sneri sér síðan að Guðmundi og sagði „Stökktu!“
Guðmundur hikaði ekki heldur og stökk, og á laugarbotninum braut hann báða fætur. Læknirinn skrifaði hjá sér eitthvað á klemmuspjaldið.
Nú horfði læknirinn á Jónas og sagði „Stökktu!“
Jónas hristi höfuðið. „Nei, takk, ég held ekki,“ sagði hann.
Læknirinn skrifaði þetta glaður í bragði á klemmuspjaldið sitt og sagði síðan „Til hamingju, Jónas minn, þú ert frjáls maður. Segðu mér bara eitt áður en þú ferð. Af hverju vildir þú ekki stökkva ofaní laugina?“
„Það er af því ég kann ekki að synda,“ sagði Jónas
******************************************************************************************