Hérna eru nokkrir brandarar sem ég er að finna hér og þar,verði ykkur að góðu :)
__________________________________________________
Framhaldsskólinn
Í menntaskólanum var eldri kennari sem byrjaði allar kennslustundir á því að segja brandara. Þeir voru flestir í grófari kantinum og stúlkunum mislíkaði þetta. Eitt sinn ákváðu stúlkurnar í einum bekknum að ganga út og kæra kennarann næst þegar hann segði grófan brandara.
Kennarinn fékk ávæning af þessu og næst þegar hann mætti í kennslustund sagði hann um leið og hann gekk inn í kennslustofuna: „Góðan daginn, hafið þið heyrt að það er alvarlegur skortur á hórum í Færeyjum?“
Stúlkurnar stóðu allar upp og byrjuðu að ganga út. „Bíðið rólegar stelpur,” sagði kennarinn, „það er ekkert flug til Færeyja fyrr en á morgunn!“
__________________________________________________
Grunnskólinn
Dag einn vakti mamma son sinn. „Vaknaðu, það er kominn tími til að fara í skólann.” „En mamma, ég nenni ekki.“ Mamma svarar: „Nefndu mér tvær ástæður sem réttlæta að þú farir ekki.” Það stóð ekki á svarinu: „Börnin hata mig og kennararnir líka.“
Mamma svarar: „Þetta er engin afsökun, komdu þér strax á fætur.” Sonurinn svarar: „Nefndu mér tvær ástæður sem réttlæta það að ég mæti í skólann.“ „Sonur minn, í fyrsta lagi ertu 52 ára og svo ert þú skólastjórinn.”
__________________________________________________
Skólastofan
Efnafræðikennarinn í gagnfræðaskólanum var farinn að finna fyrir áhugaleysi í tímum svo hann ákvað að bregða út af laginu og taka einn tíma í umræður um frumefnin. Hann bað börnin um að nefna það frumefni sem þau helst vildu eiga og koma með skýringar á valinu.
Jói byrjaði og sagði: „Ég vil eiga gull. Ef ég ætti nóg af gulli, gæti ég keypt mér stóran fjallajeppa og ferðast hvert á land sem er.“
Guðrún kom næst með svar og sagði: „Ég vil eiga platínum. Það er verðmætara en gull og ef ég á nóg af því, gæti ég átt almennilegan Mercedes Benz sportbíl.“
Næst snéri kennarinn sér að Óla og spurði hann. Óli hikaði aðeins en svaraði svo: „Ég myndi velja sílikon.“ Næst bað kennarinn um skýringu og Óli svaraði: „Mamma lét nýlega græða í sig tvo sílikonpúða og þið ættuð að sjá gæjana sem koma í heimsókn til hennar, sumir eru á fjallajeppa og aðrir á sportbíl.“
__________________________________________________
Ksnnski ekki mjög góður,en það er smá kímni í þessum:
Barþjónnin og maðurinn
Á bar einum fá viðskiptavinir sem panta kokkteilinn Screw Driver drykkinn blandaðan í ekta appelsínusafa og er safinn framleiddur á staðnum. Þegar barþjónninn er búinn að kreista appelsínurnar býður hann stundum viðskiptavinunum að veðja við sig hvort þeir geti kreist meira. Allir sem geta kreist einn viðbótardropa úr appelsínunni fá drykkinn frían. Margir hafa reynt undanfarna mánuði en engum hefur tekist að vinna barþjóninn. Um daginn kom lágvaxinn, miðaldra maður í ódýrum Bónusjakkafötum og tók veðmálinu. Þegar þjóninn var búinn að kreista tók maðurinn appelsínuna og kreisti hana. Viti menn, fimm dropar féllu úr berkinum og maðurinn fékk frían drykk. Barþjónninn var forvitinn því margir hraustustu menn þjóðarinnar hafa reynt við þetta án árangurs. Maðurinn taldi sig ekki hafa neitt sérstakt, hann hefur aldrei stundað íþróttir, hann hreyfir sig lítið og hann stundar ekki erfiðisvinnu. Að lokum spurði barþjónninn við hvað maðurinn starfi. Maðurinn upplýsti að hann sé rannsóknarmaður hjá Skattrannsóknarstjóra.
__________________________________________________
Skólaverkefnið
Nonni fékk það verkefni að skrifa stutta ritgerð um kostina við móðurmjólkinina.
„1.Það þarf ekki að hita móðurmjólkina.
2.Kettir stelast ekki í hana.
3.Alltaf til reiðu.“
Nú varð Nonna hugsi en eftir smá hlé skrifaði hann:„4.Móðurmjólkin kemur í aðlaðandi umbúðum.“
__________________________________________________
einn enn,og ekki af verri endanum:
Mjólkurvesen:
Einar bóndi er nýbúinn að kaupa sjálfvirka mjaltavél sem kýrnar ganga sjálfar í og láta vélina mjólka sig. Fyrir nokkrum dögum komu menn til Einars og settu nýja mjaltavélina saman, tengdu hana og kenndu honum að nota tækið. Þegar þeir voru farnir ákvað Einar að framkvæma smá gæðapróf áður en kúnum er hleypt í nýju vélina. Hann setti tólið sitt í einn stútinn og kveikti á vélinni. Viti menn, sjálfvirka mjaltavélin reyndist hreinn unaður og hún er mun betri en eiginkonan. Þegar Einar var búinn að fá nóg og ætlaði að hætta uppgötvaði hann sér til mikils hryllings að hann var fastur við mjaltavélina og það var alveg sama hvað hann reyndi, vélin vildi ekki sleppa. Að lokum hugkvæmdist honum að taka fram gemsann og hringja í þjónustufulltrúann hjá seljanda mjaltavélarinnar. Þar fékk hann þær upplýsingar að mjaltavélin sleppi spenanum um leið og sex lítrar mjólkur hafi runnið úr kúnni.