Hérna eru snilldar,allavega fínir,brandarar
__________________________________________________
Jónas hafði ætíð verið afskaplega latur maður. Um daginn lét hann t.d. prenta fyrir sig bænirnar sínar og hengdi þær upp á vegg í svefnherberginu sínu. Þegar hann háttar bendir hann alltaf á bænirnar og segir: “Drottinn, þú lest þetta bara.”
__________________________________________________
Jónas kom inn í blómabúð. “Áttu nokkuð afrískar fjólur?” spurði hann afgreiðslukonuna. “Nei, því miður,” sagði hún, “en við eigum alveg gullfalleg Maríulauf.” “Nei, það gengur ekki,” sagði Jónas. “Það var afrísk fjóla sem ég átti að vökva á meðan Magga var í burtu.”
__________________________________________________
Farandsölumaður sem var að selja sjónvarpstæki af nýjustu og bestu gerð bankaði uppá hjá Jónasi og Möggu. Hann sýndi þeim tækið sem hann vara að selja og m.a. til að sýna þeim hvað fjarstýringin var öflug þá fór hann inn á klósettið og notaði hana þaðan. Það er óþarfi að taka það fram að Jónasi og Möggu leist svo vel á tækið að þau keyptu það strax. Núna finnst þeim mjög gaman að horfa á 50 tommu sjónvarp í lit, dólbí steríó, surránd hljóði og hvað sem nöfnum tjáir að nefna. Það eina sem fer í taugarnar á þeim er að þurfa að fara inn á klósett til að skipta um rás.
__________________________________________________
Jónas var úti að aka í bílnum sínum með vin sinn sem farþega. Hann ók nokkuð greitt, eins og venjulega, svo vininum var um og ó, en þó tók steininn úr, þegar Jónas fór yfir á rauðu ljósi. “Af hverju stoppaðir þú ekki?” spurði vinurinn. “Sko,” útskýrði Jónas, “bróðir minn fer alltaf yfir á rauðu ljósi og hann hefur aldrei orðið fyrir slysi. Jónas ók nú áfram og fór tvisvar í viðbót yfir á rauðu ljósi. Þegar hann kom að fjórðu gatnamótunum þá skipti ljósið yfir í grænt … og Jónas stoppaði með miklu bremsuvæli. ”Af hverju stoppaðir þú á grænu ljósi?“ spurði vinurinn. ”Það er,“ sagði Jónas, ”vegna þess að bróði minn gæti verið að koma hérna til hliðar, og, eins og ég sagði þér, þá stoppar hann aldrei á rauðu ljósi.“
__________________________________________________
Jónas fór til Kanada og sótti um starf sem skógarhöggsmaður. Verkstjórinn ræddi við hann um starfið. ”Allir menn í vinnu hjá mér geta fellt 100 tré eða fleiri á dag. Við gefum þér tækifæri til að sýna hvað þú getur.“ Með það rétti hann honum keðjusög og fór, en sagði honum fyrst að hann kæmi klukkan fimm til að sjá hvernig hefði gengið. Klukkan fimm kom verkstjórinn aftur og taldi trén sem Jónas var búinn að fella – 98. ”Mér þykir þetta ákaflega leitt, Jónas minn, en þú náðir ekki lágmarkinu.“ ”Ég var rétt að ná tökum á þessu,“ sagði Jónas. ”Leyfðu mér að reyna aftur á morgun. Ég þori að lofa því að ég næ 100 trjáa lágmarkinu!“ ”Allt í lagi, þeir sögðu mér, strákarnir, að þú hefðir ekki slegið af í allan dag, svo ég skal samþykkja að þú fáir að prófa aftur á morgun.“ Daginn eftir kom verkstjórinn aftur klukkan fimm og taldi trén – 99 í þetta sinn. En honum féll vel við Jónas, þetta var hæglátur piltur og ekki til neinna vandræða, svo hann ákvað að gefa honum annað tækifæri. Einnig þótti honum líklegt að Jónasi tækist að fara upp í 100 trjáa lágmarkið eftir að hafa fellt fyrst 98 tré og síðan 99 tré. ”Ég ætla að leyfa þér að reyna einn dag í viðbót, Jónas,“ sagði hann. Þriðja daginn kom verkstjórinn klukkan fimm og taldi trén hjá Jónasi, en aftur hafði hann bara náð 99 trjám. ”Því miður Jónas minn,“ sagði hann. ”Ég verð að láta þig fara.“ Jónas varð mjög hnugginn og byrjaði að týna föggur sínar saman. Verkstjórinn hafði samúð með honum og sagði ”Bíddu aðeins, Jónas. Ég ætla að skoða sögina þína, hún gæti verið bitlaus.“ Hann tók upp keðjusögina, skoðaði hana í krók og kring og setti hana svo í gang. ”FJANDINN SJÁLFUR !!“ hrópaði Jónas. ”HVAÐA HELVÍTIS HÁVAÐI ER ÞETTA ?!?“
__________________________________________________
Jónas kom til Reykjavíkur og fékk sér herbergi á Hótel Sögu. Seint um kvöldið kom hann niður tröppurnar niður í móttökuna, greinilega mjög drukkinn, reyndi að ganga eins beint og hann gat og gaf sig á tal við afgreiðslumanninn í móttökunni. ”Heyrðu, elsku kallinn minn,“ drafaði hann, orðinn vel pæklaður af innihaldinu á mini-barnum. ”Sko, veistu, með þetta herbergi sem þú lést mig í, ég bara verð að fá annað.“ ”Því miður,“ sagði afgreiðslumaðurinn. ”Það vill bara svo til að það er dálítið mikið að gera hjá okkur núna, næstum því hvert einasta herbergi er upptekið og það er orðið svo áliðið að ég er hræddur um að það sé bara ekki gerlegt.“ ”Ja, shko, mér er alveg sama,“ sagði Jónas, ”ég bara verð að fá annað herbergi.“ ”Er eitthvað að herberginu sem ég let þig fá, er það óþægilegt eða eitthvað?“ spurði afgreiðslumaðurinn. ”Nei-nei, kallinn minn, þetta er alveg ágætis herbergi, þægilegt og allt það, það er ekki það, sko – ég bara verð að fá annað.“ ”Þú mundir kanski vilja segja mér af hverju þú þarft allt í einu að fá annað herbergi, fyrst það er ekkert að hinu?“ spurði afgreiðslumaðurinn. Jónas hallaði sér að honum og hvíslaði ”Ef þú vilt endilega fá að vita það, þá er kviknað í því.“
__________________________________________________
Jónas var að tala við mann sem safnaði gömlum, verðmætum bókum. ”Það er skemmtileg tilviljun að ég skildi hitta þig,“ sagði Jónas. ”Bara í síðustu viku henti ég gamalli bók, stórri biblíu sem einhver Guten-eitthvað prentaði.“ ”Guð min almáttugur,“ sagði safnarinn. ”Þetta hefur þó ekki verið biblía sem Gutenberg prentaði?“ ”Jú, akkúrat, Gútenberg, það var nafnið,“ sagði Jónas. ”Veistu hvað?“ sagði safnarinn. ” Síðasta Gutenberg biblía sem kom á markað seldist fyrir meira en tíu miljónir.“ ”Ja, þessi var algerlega verðlaus,“ sagði Jónas. ”Einhver náungi sem hét Marteinn Lúter var búinn að krota hana alla út."
__________________________________________________