Nokkrum mínútum seinna komu þeir aftur að gatnamótum og bíllinn rann yfir þau viðstöðulaust. Í þetta sinn var Guðmundur næstum algerlega viss um að þeir hefðu farið yfir á rauðu, en hann var ekki alveg hundrað prósent viss og það gat verið að ellin væri að hrekkja hann, svo hann sagði ekkert. Í staðinn ákvað hann að bíða átekta og taka vel eftir á næstu gatnamótum.
Á næstu gatnamótum var eldrautt ljós á móti þeim, en Jónas hægði ekki einu inni á sér, heldur ók bara sitt strik yfir gatnamótin á móti rauðu. Þá gat Guðmundur ekki á sér setið lengur, enda þetta stórhættulegt, og sagði „Heyrðu, Jónas, veistu að þú ert búinn að fara yfir þrjú rauð ljós í röð. Þú hefðir getað drepið okkur!“
Jónas sneri sér til hans og sagði „Ó, er ég að keyra?“
******************************************************************************************