Fyrir nokkru síðan var á símsvara fíkniefnalögreglunnar rödd sem upplýsti að maður sem heitir Gunnar og býr í sumarbústað í Grímsnesi feli stóran kút fullan af hassi í rotþrónni við sumarbústaðinn. Daginn eftir mætti fíkniefnalögreglan með stóran dælubíl og dældi upp úr rotþrónni en fann ekkert. Það var fátt um kveðjur þegar þeir fóru.
Stuttu síðar hringir Óli í Gunnar og spurt hvort fíknó hafi komið. „Já, þeir komu hingað.“ „Tæmdu þeir rotþrónna?“ „Já, þeir gerðu það með sóma.“ „Fínt,
svaraði Óli, „nú er komið að þér, „ég þarf að láta tæta upp túnið svo ég geti plantað nokkrum trjám.“
Ef þú ert staddur í holu. Hættu þá að grafa!!