Einstein hugsar sig um í dálítla stund en biður Pétur síðan um krít og töflu. Pétur smellir fingrunum og um leið birtast tafla og krít. Einstein byrjar að krota á töfluna og smám saman setur hann fram afstæðiskenningunaá töflunni. Lykla-Pétur fylgist með af aðdáun. - Þú ert greinilega Einstein. Komdu fagnandi, vinur minn. Velkominn til himna !
Næstur á eftir Einstein er Picasso. Lykla-Pétur biður um sönnun þess hver hann sé. Picasso tekur töfluna. Þurrkar út afsæðiskenninguna og teiknar hina fegurstu mynd af miklu listfengi.
Lykla-Pétur klappar fyrir honum: - Þetta er frábært hjá þér. Það fer ekki á milli mála hver þú ert, segir hann við Picasso og býður hann velkominn til himna.
Picasso er ekki fyrr kominn inn en að Gorge W. Bush bankar á dyrnar. Lykla-Pétur klórar sér í höfðinu og segir: -Einstein og Picasso voru hérna og þeir gátu báðir sannað hverjir þeir væru. Hvernig getur þú sannað hver þú ert ?
George W. lítur á Pétur í forundran og segir: - Hverjir eru Einstein og Picasso ?
Lykla-Pétur andvarpar og segir: - Komdu inn, George !
-Song of carrot game-