Jónas var með rosalega veiðidellu og fór um hverja helgi í silug eða lax, sama hvernig veðrið var.
Einn sunnudagsmorgunn kom hann eldsnemma niður að á eins og venjulega, en af því það var óvenjulega kalt og hvasst og rigning sem nálgaðist að vera slydda, þá ákvað hann að vera ekki að þessari vitleysu og fara heldur heim og skríða aftur uppí rúm hjá Möggu sinni.
Hann kom heim og fór inn í svefnherbergi, háttaði sig í hljóði og skreið upp í rúm til Möggu. Hún var hlý og mjúk, svo hann tók utanum hana og hlýjaði sér upp við nakið bakið á henni. Hún sneri sér ekki einu sinni við.
„Hroðalega er vont veður úti,“ sagði Jónas.
„Já,“ sagði Magga, „og asninn hann Jónas úti að veiða!“