Tveir drengir eru að leika sér í fótbolta á Akureyri þegar óður hundur ræðst á annan þeirra. Hinn bregður skjótt við, þrífur stein og drepur hundinn.


Blaðamaður frá Degi, sem á leið hjá, sér atvikið og flýtir sér á vettvang til að ræða við pilt. Hann skrifar í minnisbókina sína: “Ungur KA-maður bjargar vini frá óargadýri.”


En ég er ekki KA-maður, segir litla hetjan. Fyrirgefðu, ég bara gerði ráð fyrir því, langflestir hérna eru KA-menn, segir blaðamaðurinn og byrjar aftur: “Ungur Þórsari bjargar vini frá hræðilegum örlögum.”


Já, en ég er ekki Þórsari, segir sá stutti. Fyrirgefðu, af því að við erum á Akureyri gerði ég ráð fyrir því að þú værir annaðhvort KA-maður eða Þórsari, segir blaðamaðurinn. Hvaða lið styður þú?


Ég er Valsari, segir stráksi. Fréttamaðurinn byrjar á nýrri síðu í bókinni og skrifar: “Vandræðaunglingur úr Reykjavík myrðir ástkæran fjölskylduvin.”
Ef þú ert staddur í holu. Hættu þá að grafa!!