Þegar kom að því að fara á ballið var Stína komin með þennan svaka hausverk svo hún ákvað að fara ekki. Hún hvatti Sigga til að fara og skemmta sér. Hann klæddi sig í grímubúninginn og fór út. Stína tók magnyl og lagði sig. Þegar leið á kvöldið var henni farið að líða betur svo hún klæddi sig í grímubúninginn og fór á ballið. Hún hugsaði með sér, Siggi sá aldrei grímubúninginn minn og nú kem ég honum á óvart.
Þegar Stína kom í veisluna sá hún að Siggi var að dansa vð huggulega konu og fór greinilega vel á með þeim. Stínu leist ekki á þetta og fór út á dansgólfið og með smá daðri fékk hún Sigga til að dansa við sig.
Eftir smá tíma voru þau farin að dansa ansi þétt saman og Stína hugsaði með sér, þetta er nú einu sinni maðurinn minn, það er í lagi að leika sér svolítið og þegar Siggi hvíslaði í eyra hennar: „Ég veit um herbergi í kjallaranum, eigum við að koma niður?“ þá var Stína ekki í nokkrum vafa, þau fór niður í kjallara í dimmt herbergi þar sem þráin í hvort annað tók öll völd.
Þegar þau voru búin að leika sér, kvaddi Stína og lét sig hverfa enda fannst henni eins og maðurinn sinn hefði svikið sig.
Þegar Siggi kom inn á herbergi seinna um kvöldið sat Stína upp í rúmi og las. Hún spurði hann sakleysislega hvernig hann hefði skemmt sér. Siggi sagði að hann hefði sleppt grímuballinu, því þegar hann kom niður í anddyri í hótelinu hitti hann nokkra gamla félaga sína. Þeir fóru saman á Bautann nema Sigurjón vinur Sigga. Sigurjón fékk grímubúninginn hans Sigga lánaðan og fór á grímuballið. „En veistu hvað, Sigurjón sagði mér að það hefði verið ótrúlega gaman á grímuballinu og hann þakkaði mér mikið fyrir lánið á búningnum.
Ef þú ert staddur í holu. Hættu þá að grafa!!