Í skóla nokkrum hér á höfuðborgarsvæðinu kvörtuðu ræstingakonurnar um að varalitaklessur væru oft á speglum á kvennaklósettinu því það sé erfitt að hreinsa þær. Við skoðun kom í ljós að eftir að margar stúlkur voru búnar að varalita sig þurftu þær að framkvæma ofurnákvæma skoðun handverki sínu og áttu það til að reka nýmálaðar varirnar í spegilinn.


Skólastjórinn er röggsöm kona og hún er fljót að afgreiða hlutina. Hún kallaði allar stelpurnar í 7-10 bekk á fund inni á kvennaklósetti, einn bekk í einu. Hún útskýrði fyrir stúlkunum hversu erfitt væri að þrífa speglana og bað svo ræstingakonuna að sýna stúlkunum hvernig hún bæri sig að. Ræstingakonan tók kúst, bleytti hann í klósettskál og notaði hann svo til að bleyta spegilinn. Að því loknum þvoði hún spegilinn. Þessi sýning dugði, síðan hefur ekki þurft að þvo einn einasta spegil í þessum skóla.
Ef þú ert staddur í holu. Hættu þá að grafa!!