Eftirfandi eru nokkrar spurningar lögfræðinga teknar upp
úr opinberum réttarskýrlum víðs vegar um Bandaríkin:
1. Lögfræðingur: Var þetta sama nef og þú braust sem barn?
2. Lögfræðingur: Segðu mér læknir, er það ekki rétt að í flestum tilfellum sem maður deyr í svefni, þá veit hann ekkert af því fyrr en morguninn eftir?
3. Lögfræðingur: Og hvað gerðist þá? Vitni: Hann sagði við mig: „Ég verð að drepa þig þar sem
þú getur borið kennsl á mig. “ Lögfræðingur: Og drap hann þig?
4. Lögfræðingur: Varst það þú eða bróðir þinn sem dó í Víetnamstríðinu?
5. Lögfræðingur: Yngsti sonurinn, þessi tvítugi, hvað er hann gamall?
6. Lögfræðingur: Varstu einn, eða varstu einn á ferð?
7. Lögfræðingur: Hversu lengi hefur þú verið franskur Kanadamaður?
8. Lögfræðingur: Átt þú börn eða eitthvað þess háttar?
9 . Lögfræðingur: Ég sýni þér sönnunargagn 3 og spyr hvort þú þekkir manninn á myndinni.
Vitni: Þetta er ég. Lögfræðingur: Varst þú viðstaddur þegar myndin var tekin?
10. Lögfræðingur: Varst þú staddur hér í réttarsalnum í morgun þegar þú sórst eiðstafinn?
11. Lögfræðingur: Segðu mér frú Johnson, hvernig lauk fyrsta hjónabandi þínu? Vitni: Með andláti.
Lögfræðingur: Og hver var það sem dó?
12. Lögfræðingur: Veist þú hversu langt á leið þú ert kominn núna? Vitni: Ég hef verið ólétt í 3 mánuði þann 8. Nóvember. Lögfræðingur: Þannig að getnaður hefur átt sér stað þann 8. ágúst? Vitni: Já.
Lögfræðingur: Hvað varst þú að gera þá?
13. Lögfræðingur: Frú Jones, telur þú að þú sért í tilfinningalegu jafnvægi? Vitni: Ég var það.
Lögfræðingur: Hversu oft hefur þú framið sjálfsmorð?
14. Lögfræðingur: Svo þú varst í burtu þar til þú komst til baka?
15. Lögfræðingur: Hún átti þrjú börn, ekki satt? Vitni: Já. Lögfræðingur: Hversu mörg þeirra voru
drengir? Vitni: Ekkert þeirra. Lögfræðingur: Voru þetta stúlkubörn?
16. Lögfræðingur: Þú veist ekki hvað þetta var og þú veist ekki hvernig það leit út, en geturðu lýst því?
17. Lögfræðingur: Þú segir að stiginn hafi legið niður í kjallara? Vitni: Já.
Lögfræðingur: Þessi stigi, lá hann einnig upp úr kjallaranum?
18. Lögfræðingur: Hefur þú búið í þessum bæ alla þína ævi? Vitni: Ekki enn.
19. Lögfræðingur: Manstu nokkurn veginn klukkan hvað þú rannsakaðir lík Hr. Edington?
Vitni: Það var að kvöldi til. Krufningin hófst um klukkan 8:30.
Lögfræðingur: Og Hr. Edington var þá látinn, ekki satt?
Vitni: Nei, fíflið þitt, hann lá á skurðarborðinu og velti fyrir sér hvern fjandann ég væri að gera.